Bakkafjara og fleira

20.Mars'08 | 08:07

Georg Arnarson

Það er mjög dapurlegt að ráðamenn Rangárþings eystra skuli ekki geta staðið við fyrra samkomulag um eignarhlutfallið á Landeyjarhöfn og þá sérstaklega þetta atriði, þar sem þeir segjast vilja hafa meiri áhrif á frekari uppbyggingu hafnarinnar í framtíðinni.

Það er alveg ljóst að með þessu er verið að gefa tóninn um að Landeyjarhöfn eigi að starfa í samkeppni við Vestmannaeyjahöfn. Varðandi þetta svokallaða samkomulag, þá man ég vel eftir því að í Höllinni í feb. í fyrra komu fram spurningar um þetta atriði, og sjálfur spurði ég Arnar Sigurmundsson um þetta atriði, og hélt ég að ég hefði skilið hann rétt að það væri sem sé tryggt að Landeyjarhöfn yrði í 60% eigu eyjamanna. Framganga ráðamanna í Rangárþingi eystra er kannski gott dæmi um það, hversu lágt fólk er tilbúið að leggjast í von um gróða og í raun og veru mjög undarlegt, því það er að sjálfsögðu alveg augljóst mál, að með því að allir þeir ferðamenn sem sækja eyjar sjóleiðina munu að sjálfsögðu koma víða við í Rangárþingi eystra. Mín skoðun er óbreytt, ef eyjamenn koma ekki til með að ráða 60% yfir sínum samgöngumálum (ferjuhöfn), þá finnst mér að við ættum kannski að skoða betur aðra möguleika.

Af öðrum fréttum, þá er vertíðin hafin fyrir alvöru og fiskiríið síðustu daga verið nánast alveg með ólíkindum. Á sunnudaginn var ég með á þriðja tonn á tólf bala, fór svo á sama stað á mánudag með tólf bala og fékk hátt á fjórða tonnið. Einnig er gríðarlegt fiskirí í netin þessa dagana og raunar nánast í öll veiðarfæri. Vandamálið hinsvegar er að, fiskverðið hefur hrunið algjörlega á fiskmörkuðum og samkv. heimildum, þá fór meirihluti leiguliða útgerða ekki einu sinni á sjó síðustu tvo dagana, enda getur enginn róið og borgað með sér.

Stærsta fréttin að mínu mati í síðustu viku er samt af heimsókn fiskifræðinga til eyja í síðustu viku, þar sem, eftir því sem mér er sagt, kom fram í máli eins fiskifræðingsins sú stórfrétt að nýlega hefði veiðst þorskur í Barentshafi, sem hafði verið merktur af fiskifræðingum við Íslandsstrendur. Þetta er í samræmi við það sem margir sjómenn hafa oft sagt, að fiskurinn hafi sporð og fari ekki alltaf eftir því sem Hafró segir.  Meira seinna.

http://georg.blog.is/blog/georg/

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.