Mat á umhverfisáhrifum Bakkafjöruhafnar kynnt

19.Mars'08 | 16:32

bakkafjara

Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar vegna mats á umhverfisáhrifum Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruvegar og grjótnáms á Seljalandsheiði.

Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að kynna sér frummatsskýrslu ásamt sérfræðiskýrslum á skrifstofu sveitarstjórnar Rangárþings eystra, Héraðsbókasafni Rangæinga og Þjóðarbókhlöðu frá 26. mars n.k.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 8. maí 2008 til Skipulagsstofnunar. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Sveitarstjórn Rangárþings eystra, bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar, Byggðastofnun, Fornleifavernd ríkisins, Hafrannsóknastofnuninni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Landgræðslu ríkisins, veiðimálastjórnar Matvælastofnunar og Umhverfisstofnun.

Siglingastofnun og Vegagerðin munu standa fyrir opnum kynningarfundi á framkvæmdinni miðvikudaginn 26. mars n.k. kl. 20 í Hvolnum á Hvolsvelli.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is