Kaupa kolmunna af norskum skipum

19.Mars'08 | 10:54

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

FISKIMJÖLSVERKSMIÐJA Ísfélagsins í Vestmannaeyjum tók í byrjun vikunnar á móti þremur norskum kolmunnaskipum. Lönduðu þau alls um 5.000 tonnum af kolmunna þar til bræðslu.
Páll Scheving, verksmiðjustjóri hjá FES, segir að verksmiðjan ætli sér að keppa um þetta hráefni til að bæta sér upp slaka loðnuvertíð.
Kolmunnaskipin eru að veiðum við Rockall og er siglingatími þaðan til Eyja 35 til 40 tímar. Það eru aðallega Norðmenn, Danir og Færeyingar að veiða á þessum slóðum. „Við erum að bjóða um eina krónu norska á kílóið og teljum það bara ánægjulegt að íslenzkar verksmiðjur skuli geta keppt um þetta hráefni. Við vonumst svo til að fá meira af kolmunna. Þetta skapar atvinnu og margfeldisáhrifin eru töluverð, bæði í þjónustu og viðskiptum við þennan flota," segir Páll.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%