Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar

18.Mars'08 | 11:41

Lögreglan,

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og var m.a. í þrígang óskað aðstoðar lögreglu á veitingastaði bæjarins um helgina vegna slagsmála sem þar stóðu yfir. 

Reyndar voru þau að mestu afstaðin í öll skiptin þegar lögreglu en kærur liggja fyrir í tveimur af þessum tilvikum. Í einu tilviki hafði einn gesta staðarins brotið rúðu í útiydrahurð, eftir að hafa verið vísað út.

Þá vísaði lögreglan nokkrum ungmennum út af skemmtistöðum bæjarins um helgina en þau höfðu ekki aldur til að vera inni á þeim.

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar og átt þær báðar sér stað á veitingastaðnum Drífanda aðfaranótt 15. mars sl.   Í öðru tilvikinu hafði einn af gestum staðarins orðið eitthvað ósáttur við einn stafsmönnum staðarins og sló hann í andlitið.  Hann lét hins vegar ekki staðar numið við það heldur braut einnig rúðu í útidyrahurð staðarins eftir að honum hafði verið vísað út.  Starfsmaðurinn sem var sleginn er ekki alvarlega slasaður. 

Í hinu tilvikinu hafði einn af gestum staðarins ráðist á annan gest með þeim afleiðingum að sá sem ráðist var á fékk skurð fyrir neðan vinstra auga.  Þurfti sá sem ráðist var að að leita sér lækninga á Heilbrigðisstofnuninni en sauma þurfti nokkur spor í andlit mannsins til að loka sárinu.

Einn ökumaður var kærður vegna hraðakstus en hann hafði mælst á 71 km/klst. á Hamarsvegi.  Þá voru fimm ökumenn sektaðir fyrir ólöglega lagningu ökutækja sinna.  Þrír ökumenn fengu sekt fyrir að tala í farsíma í akstri án þess að nota handfrjálsan búnað.  Einn ökumaður var sektaður fyrir að nota ekki öryggisbelti í akstri.  

Lögreglu var tilkynnt um að ekið hafi verið utan í bifreið sem stóð við Brekastíg 17 og hafi sá sem olli tjóninu ekið í burtu án þess að tilkynna um óhappið.  Er talið að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sl.laugardags.  Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.