Gleðjast en óttast heildaráhrifin

18.Mars'08 | 05:59

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

„Þetta hefur náttúrlega þau áhrif að aflaverðmætið hækkar svo allir munu hafa meira milli handanna í Vestmannaeyjum," segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, spurður um áhrif gengisfellingarinnar í gær.

„Laun sjómanna hækka, tekjur bæjar­félagsins hækka og þegar fram líða stundir getur þetta orðið til þess að staða sjávarútvegsins og þar með sjávarbyggða batni.

En svo má ekki gleyma því að þetta verður til þess að skuldir okkar hækka einnig. Svo óttast ég nokkuð heildaráhrifin því ef þetta er vísirinn að langvarandi heimskreppu getur hún leitt til neyslusamdráttar og það gæti svo leitt til verðlækkunar á fiski, sem er verulegt áhyggjuefni."
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, tekur í sama streng.

„Veikt gengi er náttúrlega okkur í hag en svo fara skuldirnar náttúrlega upp úr öllu valdi þegar svona sveifla á sér stað," segir hann. „Hins vegar er svona svakaleg gengisfelling engum holl. Sígandi lukka er best í þessu eins og öðru."

Þar var Sigurgeir Brynjar einnig sammála. „Það er eins og japanskir viðskiptavinir mínir og félagar segja að peningar sem aflað er með svita og tárum eru meira virði en þeir sem falla af himnum ofan."

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.