Í Stakkabótinni í dag

17.Mars'08 | 06:24

Þorbjörn Víglundsson Tobbi


  Ekki var þetta alveg búið því við fengum nokkur tonn í dag. Við köstuðum nótinni í Stakkabótinni í blíðskapar veðri og upp skárum 80 tonn í tveimur köstum. Ekki amalegt,,,, og greip örvæntingin um sig hjá loðnuflotanum og brunuðu öll skip sem voru við Eyjar beint í Stakkabótina.

 Ekki er hægt að segja að mikið hafi verið af loðnu í bótinni og allir að reyna að drepa sömu 200 tonnin. Loðnunni tókst held ég að sleppa úr nótinni hjá öllum en við misstum hana undir pokavænginn. En um leið og hún slapp frá einum þá koma annar og kastaði á hana. Ekki urðu menn ríkir af loðnuveiðum í Stakkabótinni en við náum þó að bæta aðeins á frystilestina og fyllum við miðlestina og setjum einhver tonn í holuna fremst.

  Sumir búmmuðu og veit ég um einn skipstjóra á ákveðnum Eyjabát sem búmmaði og ákvað að snúa bakborðssíðunni að landi svo að allt fólkið sem safnast hafði saman suður á Eyju að fylgjast með sæji ekki búmmið. En það kom ekki að sök því ekkert dæluvatn kom bakborðsmeginn og var það meira að segja tekið upp úr landi og sjónvarpað í fréttatímanum........ En tókuð þið eftir því að allir bátar sáust í sjónvarpinu í kvöldfréttunum nema aðal báturinn Guðmundur VE. Ég þarf að senda email á Júlla fréttaritara og spyrja hvað hann hefur á móti okkur.

  En nú er þetta alveg búið hjá okkur því við eigum löndun í fyrramálið. Við ætluðum að fara inn í nótt og landa í bræðslu en það er Norskur bátur að landa kolmunna svo að við förum beint í frostið og á að byrja að landa klukkan sjö.

  Það er komin ákvörðun með það hvað skal gert næst en við ætlum suður í Helvíti og frysta þar svartkjaft eða kolmunna öllu heldur. Helvíti er svæðið sem er kennt við grjótmolann Hatton-Rockal og er það um 350 sml. beint suður af Eyjum. Þetta svæði er frægt veðravíti og kalla Norðmenn þetta svæði Helvíti. Ölduhæð þarna niður frá getur verið skuggaleg og ef það gerir brælu þá gerir alvöru brælur með stórsjóum.

  Það hefði verið fínt að vera heima um páskana en Hafró tókst að rústa þessari loðnuvertíð svo að maður þarf bara að róa. Maður tekur sér svo frí í ágúst........

www.123.is/tobbivilla

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%