Bakkafjara og fleira

14.Mars'08 | 07:06

Georg Arnarson

Var að koma af bæjarstjórnarfundi áðan og langar að byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með það að bæjarstjórnin öll er sammála ályktun okkar smábátasjómanna í Farsæll í Vestmannaeyjum, þar sem við mótmælum harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að opna fyrir snurvoðaveiðar í Landeyjarsandi.

Það sem hinsvegar vakti að sjálfsögðu mesta athygli, og ég held að allir eyjamenn taki undir, eru áhyggjur okkar yfir þeirri ákvörðun ráðamanna í Eystri-rangárvöllum, að standa ekki við fyrri munlegar samþykktir um að Landeyjarhöfn yrði 60% í eign eyjamanna og 40% þeirra. Ef þeir fást ekki til að standa við fyrri umæli, þá skora ég hér með á bæjarstjórnina í Vestmannaeyjum að hætta við stuðning sinn við Bakkafjöruhöfn, og snúa sér af fullum krafti að því að fá stærri og gangmeiri Herjólf á meðan menn eru að klára rannsóknir varðandi göng.

Ég sendi inn áskorun um daginn á bæjarstjórnina varðandi skólarútu, ég tel þau svör sem ég hef fengið svona allt í lagi, ég get vel skilið það að menn vilji reyna að spara eins og hægt er, en teldi samt skinsamlegast að menn íhugi það alvarlega að útbúa einhverskonar neyðaráætlun fyrir næsta vetur, enda er ekki boðlegt að þurfa að senda börnin okkar gangandi þegar veðrið er svona slæmt eins og um daginn. Og eitt enn, mig rak í rogastans þegar ég rakst á skrif á eyjar.net eftir móður mína, Margréti Júlíusdóttir, þar sem hún kvartaði yfir því að meira væri hugsað um að ryðja fyrir ökutæki heldur en gangandi fólk, en ég sé að við þessu hefur verið brugðist að nokkru leyti, og er það mjög ánægjulegt, en víða er þó enn erfitt um gang, en ég geri mér vel grein fyrir því að allt kostar þetta peninga.

Ég var að lesa stutt viðtal við Erp, þar sem hann segir að útlitið sé frekar dökkt með lundaveiði, ekki ætla ég að dæma um það fyrirfram, þó að ýmsar vísbendingar síðastliðin ár bendi til þess að nýliðun sé mjög léleg, en er þó tilbúinn að lýsa því yfir að ég sé reiðubúinn að stytta veiðitímann í sumar um 10-15 daga (þ.e.a.s. ef einhver lundi verður), en vonast að sjálfsögðu eftir því að haft verði samráð við ALLA veiðimenn.   Meira seinna.

http://georg.blog.is/blog/georg/

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).