Lundastofninn verður óvenju lítill í sumar

12.Mars'08 | 06:52

Lundir lundar

Lundastofninn verður lítill í Vestmannaeyjum í sumar þar sem nýliðun brást bæði 2005 og 2006. Ástandið verður enn verra á næsta ári. Svona hefur ekki gerst í fimmtíu ár, segir sérfræðingur.

Lundaveiðimenn verða að koma sér saman um hvernig verður með lundaveiðina í Vestmannaeyjum í sumar. Óvenjulítið verður um veiðanlegan lunda og þá nánast eingöngu fjögurra ára fugl þar sem nýliðunin brást árið 2005 og 2006.

Erpur Snær Hansen, sérfræðingur á Náttúrustofu Suðurlands, segir að „menn hafi ekki séð svona gerast í þrjú ár samfellt í fimmtíu ár og hafa því áhyggjur af því hvað er á seyði".

„Síðasta sumar var nýliðunin aðeins skárri en samt undir meðallagi. Við erum ekki alveg búin að fullvinna úrgögnum okkar en við vitum nóg til að geta fullyrt að síðasta sumar var slæmt," segir Erpur Snær og telur fyrirsjáanlegt að veiðistofninn verði lítill í Eyjum í sumar og nánast enginn árið 2009.

„Sandsílið hefur hrunið við Vestmannaeyjar," segir hann og bendir á að í meðalári síðustu þrjátíu árin hafi verið veiddir um 100 þúsund lundar bara í Vestmannaeyjum. „Þetta er mest veidda fuglategund á Íslandi en veiðin samanstendur bara af tveggja ára, þriggja ára og fjögurra ára fuglum. 2005 og 2006 árgangarnir eru varla til þannig
að það er lítill lundi til að veiða í sumar."

Tæplega helmingur af aflanum er þriggja ára fugl, fimmtungur er tveggja ára fugl og fjögurra ára fuglar tuttugu prósent. Fyrirhugað er að standa fyrir opnum fundi um lundann á vegum Þekkingarsetursins í Eyjum um miðjan apríl. Farið verður yfir rannsóknaniðurstöður sérfræðinga. „Síðan komum við með þá ráðgjöf að dregið verði verulega úr veiðum miðað við í fyrra en það er auðvitað stjórnvalda og veiðimanna að finna flöt á því," segir Erpur. „Þessir árgangar eru horfnir og það þurfa menn að horfast í augu við."

Ævar Petersen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að „vandræðaástand" sé á lundastofninum, sérstaklega á Breiðafirði síðustu fimm árin. Ástandið fari þó eftir æti. Fyrir norðan geti fuglinn tekið loðnu og því sé
ástandið skárra þar en á sunnanog vestanverðu landinu þar sem sandsílið hafi hopað. „Þetta er bagalegt því lundinn er stærsti fuglastofninn okkar. Við berum ábyrgð á nálægt helmingi af lunda í heiminum fyrir nú utan það að þessi stofn er nytjaður hérna," segir hann.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.