Þetta er ekki eins og margir halda, bara að sitja á rassinum fyrir framan tölvu þetta er miklu meira.

11.Mars'08 | 14:38

Sverrir Júl

Þó svo að Vestmannaeyjar séu útgerðarbær þá eru ekki allir sem vinna við fiskin í eyjum. Sverrir Júlíusson hefur að undanförnu verið að reka frá Vestmannaeyjum nokkur vefsetur og sendu eyjar.net nokkrar spurningar á hann til að fræðast um reksturinn.

Nú rekur þú í félagi við aðra nokkur vefsetur, hvaða vefsetur eru þetta?
Þetta eru nokkur vefsetur www.900.is, www.780.is, www.sundabraut.is, www.ibvfan.is, www.jeppi.is www.utihatid.is, www.netfrettir.is, www.netutvarp.is, www.urslit.is, www.talrasin.is www.sjonvarpsvisir.is og  www.sodoma.is

Hvað var til þess að þú fórst úr í þennan rekstur?
Þetta náttúrulega byrjaði bara sem áhugamál þegar ég byrjaði með www.IBVfan.is fyrir tveimur árum en síðan hefur þetta undið upp á sig. En í upphafi árs bættust við www.urslit.is og www.netfrettir.is og fleiri vefir. Og þegar þessir vefir bættust við þá hætti þetta að vera áhugamál.
En þetta var aðallega gert vegna þess að vinnu er ekki létt að fá og eins og hugtakið segir ( hver er sinnar gæfur smiður )
Ég og kærastan erum eyjamenn í húð og hár og hér viljum við vera enda er hvergi eins góður staður til að búa á.
 
Hvað eruð þið mörg sem standið í þessum rekstri og er þetta full vinna hjá ykkur?
Við erum þrjú sem eigum þetta en þetta er bara full vinna fyrir einn eins og er enda þarf stöðugt að vera að uppfæra og laga.  Einnig þarf að vinna í þeim síðum sem eru ekki en komnar í gang en þetta er ekki eins og margir halda bara að sitja á rassinum fyrir framan tölvu þetta er miklu meira.
 
Nú ertu umsjónamaður www.ibvfan.is sem er vefsíða ÍBV Hákarlana, hvernig er starfssemi félagsins háttað?
Nú eins og við tilkyntum í fyrra á hættu trommuheilarnir og var stofnað nýtt félag sem heitir ÍBV Hákarlarnir  en það er í raun góður hópur af fólki sem eru sannir ÍBV stuðningsmenn en allir sem eru í þessum félagskap eru að greiða félagsgjöld í stuðningsmannaklúbb ÍBV sem hún Guðný Óskars er formaður fyrir sem er alveg frábær kona og má með sanni segja að hún sé stuðningskona nr 1.ÍBV. Hákarlarnir eru svona félagskapur sem fylgir liðinu á leiki ásamt því að halda úti www.ÍBVfan.is

Hvernig sérðu komandi sumar hjá ÍBV í fótboltanum?
Mér líst bara vel á það ,margir eru að tala um hvernig liðinu gangi núna bæði á undirbúningstímabilinu og í Lengjubikarnum og horfa bara á gengi liðsins þar og kvarta síðan og kveina yfir genginu. En það sem fólk verður að hugsa um að aðstaðan hér í eyjum mætti vera miklu betri. Liðið hefur t.d. ekki komist æfingar á malarvellinum í vetur vegna snjóa og hafa því liðið þurft að vera inni að gera þrekæfingar eða eitthvað annað.
Ég vill sjá ÍBV vera að spila með þeim bestu og ég veit að eftir þetta sumar þá verður liðið þar vegna þess að Heimir er þjálfarinn sem kemur liðinu upp. Ég veit að strákarnir eiga eftir að þjappa sér betur saman fyrir deildina og við eigum eftir að sjá frábæra takta og líka samba takta á vellinum í sumar.

Síðasta sumar þá lýstir þú bæði heima- og útileikjum ÍBV í fótboltanum, verður framhald á næsta sumar?
Já það á að gera það af fremsta megni ef aðstæður leyfa.
En það er nú það að hafa góða aðstöðu til að senda út en við áttum í vandræðum stundum að fá samband á Hásteinsvellinum en við vonum að stjórn ÍBV muni laga það fyrir byrjun maí.
Við fengum góðar viðtökur  við þessu framtaki í fyrra og voru margir sem hlustuðu á lýsingar og meira segja fengum við póst frá eyja sjómönnum sem voru að hlusta á lýsingar.

Síðan er það með útileikina. Við vitum að það er öruggt samband til að senda út leiki í Eeykjavík og nágrenni en síðan eru það staðir eins og ,Sigló og Eskifjörður og Ólafsvík sem við erum ekki alveg 100%. En við erum að reyna að fá allar upplýsingar frá liðunum sem ibv spilar við í sumar.

En ég vill hvetja eyjamenn að þjappa sér vel að baki ÍBV í sumar og sýna þessa sönnu eyjamanna samstöðu sem allir á landinu Öfunda okkur að.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).