Skákævintýrið í Eyjum.

11.Mars'08 | 08:44

Karl Gauti

Á árinu 2003 var tekin sú ákvörðun í stjórn Taflfélags Vestmannaeyja að reyna nýjar leiðir til fjölga iðkendum í skák í bænum.  Þá var það eitt af markmiðunum að fjölga mjög iðkendum í yngri aldurshópum og jafnframt að leitast við að bjóða þeim markvissa kennslu.  Hluti af áætluninni var að iðkendurnir fengju tækifæri til að spreyta sig við þá bestu á landinu svo samanburður gæfist.

  Leyndardómurinn við að fjölga iðkendum var einfaldur, að halda í þá var e.t.v. meiri kúnst, en áætlunin gekk út á að gera skák skemmtilega.  Þá yrði að krydda æfingarnar og umgjörðina.  Halda þyrfti skemmtileg mót, æfingarnar þurfu að vera markvissar, en með ákveðnum hléum þar sem skemmtunin tók völdin.  Að vera í skákfélagi þurfi að verða meira spennandi en áður.  Bestu krakkarnir urðu að fá tækifæri til að etja kappi við jafningja sína og einnig að keppa við fullorðna.  Fjölga þyrfti þeim krökkum sem kæmust inn á íslenska stigalistann með reglulegum mótum í kappskákum, þar sem þeir yngri væru einnig með.

  Með góðum mönnum í stjórn félagsins varð vinnan að þessum markmiðum leikur einn.  Ýmsar nýjungar litu dagsins ljós, allir skákkrakkar muna eftir Skákævintýrinu sem bar höfuð og herðar yfir önnur skákmót fyrir krakka á Íslandi og enn fæ ég spurningar um hvenær næsta mót verði.  Deildakeppni, pizzuveislur, sunnudagsmót og uppskeruhátíðir eru og voru stórskemmtilegar uppákomur fyrir krakkana.

  Maraþonskákin er nýjasta uppfinningin og hefur vakið verðskuldaða athygli.
  Ég get þó ekki rætt árangur félagsins án þess að nefna að án stuðnings fjölmargra hér í Vestmannaeyjum væri þetta gjörsamlega ómögulegt.  Jákvæðni og velvild hafa elt félagið á röndum og fyrir það ber að þakka.

  Og hver er svo árangurinn ?  Árið 2003 vorum við að stefna að því að verða Suðurlandsmeistarar. Í dag höfum við landað 3 Íslandsmeistartitlum í barnaflokki síðustu fjögur ár.  Á Íslandsmeistaramóti barnaskólasveita höfum við sigrað síðustu tvö ár og lent í 2 sæti á NM í þeim flokki.  Nú eru um 10 krakkar í Eyjum undir 15 ára aldri á íslenska stigalistanum, sem skilar okkur á hverju ári keppendum á Norðurlandamóti einstaklinga, þar sem farið er eftir þeim lista við val á ungmennum í landslið.

  Það sem ég tel þó markverðast og óvenjulegast er að sigrar okkar byggjast ekki á 1-2 krökkum, heldur á stórum hópi efnilegra skákmanna í yngri kantinum.  T.d. hafa 8 strákar í félaginu orðið Íslandsmeistarar barnaskólasveita á 2 árum.

  Enn og aftur vil ég þó árétta að svona árangri þarf að fylgja eftir.  Ég tel að Vestmannaeyjar eigi alla möguleika á að efla skáklíf enn frekar ef vel er á spilunum haldið.
  Hugmyndin um Skákeyjuna er þess virði að setja hana í framkvæmd.

http://eyjapeyji.blog.is/blog/eyjapeyji/

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.