Ný vatnslögn lögð til Vestmannaeyja

11.Mars'08 | 06:54

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Ein af lífæðum Vestmannaeyja er illa farin eftir um fjörutíu ára volk í sjónum.
Aukin vatnsnotkun kallar á nýja og öfluga vatnslögn sem leggja á í sumar.
Betri upplýsingar og ný tækni gera nýju lögnina öruggari en þær eldri.

„Þetta er ein af lífæðum Eyjanna, bæði íbúa og atvinnulífs, því það gerir enginn neitt án vatns," segir Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá Hitaveitu Suðurnesja. Í júlí stendur til að leggja nýja vatnslögn til Vestmannaeyja.

Fyrir eru tvær eldri lagnir, frá 1968 og 1971. Eru þær báðar í notkun en sú nýrri er mjög illa farin.
„Við flytjum samtals um fimmtíu lítra á sekúndu með dælingu á báðum lögnum," segir Ívar en af
því flytur eldri leiðslan aðeins tæpa níu lítra. „Nýja lögnin verður átta tommur og mun hún flytja um
25 til 30 prósentum meira en hinar tvær til samans." Ívar segir hana koma í staðinn fyrir leiðsluna frá 1971, sem verði þá aflögð.

Báðar eldri lagnirnar liggja á sama stað milli lands og Eyja og verður nýja lögnin á svipuðum slóðum. „Reyndar ætlum við að leggja hana á betri stað. Við höfum miklu meiri upplýsingar um sjávar botninn núna og erum búnir að velja lagnaleið."

Ívar segir fyrirtækið Sjómælingar hafa kortlagt sjávarbotninn. Þá segir hann tækni nú betri en áður
og nýja lögnin verði mun sterkari og betri en þær eldri. „Sérstaklega er ysta lag pípunnar mikið þykkara og betra."

Sama danska fyrirtækið, NKT, framleiðir og leggur nýju lögnina og tvær hinar fyrri. Er framleiðsla
hafin í Danmörku og gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist eftir miðjan júlí. „Við stefnum að því að
lögnin verði komin í gagnið fyrir Þjóðhátíð."

Ívar segir nýju lögnina lagða til að tryggja nægt neysluvatn til íbúa og atvinnulífs. Vatnsnotkun hafi
aukist, sérstaklega í fiskiðnaði.

Segir Ívar að við lagningu eldri vatnslagnanna hafi verið gert ráð fyrir 25 til 30 ára líftíma, svo þær séu komnar töluvert fram yfir það. Einnig geti aðstæður á botni haft veruleg áhrif. „Nýrri leiðslan liggur á verri stað en að auki er hún skemmd eftir snurvoðartóg. „Að öðru leyti höfum við alveg sloppið við að menn hafi farið með ankeri eða þess háttar í þetta." Segir Ívar sjómenn vita að þarna sé bannsvæði sem ekki megi veiða á. Aðrar skemmdir séu vegna álags, „það nuddast gat á leiðslurnar af því þær eru á ferðinni."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.