Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni

10.Mars'08 | 16:01

Lögreglan,

Öllu rólegra var hjá lögreglunni í vikunni sem leið en undanfarnar vikur.  Nokkur erill var þó fyrri hluta vikunnar vegna ófærðar þar sem ekki var búið að riðja allar götur fyrr en líða tók á vikuna. 

Þrátt fyrir að þó nokkur fjöldi manns hafi verið á skemmtistöðum bæjarins um helgina var ekkert alvarlegt sem kom uppá.  Lögreglan hafði reyndar afskipti af nokkrum ungmennum sem ekki höfðu aldur til að vera á vínveitingastöðum bæjarins og var þeim vísað út af þessum stöðum.

Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á kortaveski og GSM-síma úr bifreið sem stóð efst á Herjólfsgötu aðfaranótt 6. mars sl.  Þar sem engar upplýsingar eru um hver þarna var að verki óskar lögreglan eftir því að þeir sem einhverja humynd hafa um, hver eða hverjir þarna áttu hlut að máli, hafi samband við lögreglu.

Af umferðarmálum er það að frétta að einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og er þetta þriðji ökumaður ársins sem grunaður er um ölvun við akstur. Á sama tíma í fyrra hafði einungis einn ökumaður verið stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur, en fimm árið 2006.  Þá liggur fyrir ein kæra vegna hraðaksturs þar sem ökumaður var stöðvaður vegna hraðakstus á Strandvegi en hann mældist á 64 km/klst. 

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en um minniháttar óhöpp var um að ræða í öllum tilvikum og engin slys á fólki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is