Bæjarráð samþykkir að styrkja sjávarþorpið Skálavík um 250.000 ísl kr

5.Mars'08 | 06:36

ráðhús ráðhúsið

Á fundi bæjarráðs í gær lá fyrir beiðni um styrk til handa sjávarþorpinu Skálavík í Færeyjum. Fyrir ekki svo löngu síðan gekk mikið fárviðri yfir Færeyjar og varð Skálavík hvað verst úti.
  Bæjarráð ákvað að styrkja frændur okkar Færeyinga um 250.000 ísl kr.

Erindið sem bæjarráði barst hljóðar svo:
Í því mikla óveðri sem gekk yfir Færeyjar um mánaðarmótin janúar-febrúar varð þorpið Skálavík á Sandey fyrir gríðarlegum ágangi sjávar. Brim gekk langt upp á land og braut niður mannvirki við höfnina, m.a. fiskverkunarhús. Nær allir útróðrarbátar í höfninni sukku og þeir sem á landi  voru brotnuðu í spón. Samtals sukku og brotnuðu 15 af 16 bátum þorpsbúa. Brimvarnargarði skolaði að miklu leyti inn í höfnina þannig að hún fylltist af grjóti og er ónothæf. Ýmislegt annað tjón varð í þessu ofviðri, m.a. varð kirkjugarður þorpsins fyrir miklum skemmdum og skolaði honum að stórum hluta á haf út. Að sögn muna elstu menn ekki annað eins óveður. Þorpið Skálavík er um 250 manna samfélag sem algjörlega byggir afkomu sína á sjávarútvegi og sjósókn á minni bátum er eina atvinna þorpsbúa. Óhætt er því að segja að allt atvinnulíf sé lamað eftir þetta gríðarlega áfall og þetta litla samfélag þarf nauðsynlega aðstoð til að koma undir sig fótunum á ný. Er það von okkar að íslenska þjóðin sýni bræðraþjóð okkar þann hlýhug að styrkja þá fjárhagslega í erfiðleikum þeirra. Minnumst rausnarlegrar framgöngu Færeyinga er náttúruöflin léku íslensk byggðarlög hart og við þurftum á stuðningi þeirra að halda. Nú er komið að okkur að rétta frændum okkar hjálparhönd.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).