Helstu verkefni lögreglu frá 25. febrúar til 3. mars 2008.

3.Mars'08 | 16:05

jeppi

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og um helgina við að koma fólki á milli staða vegna þess óveðurs og ofankomum sem gekk yfir eyjarnar um helgina. Alls bárust lögreglu á milli 70 og 80 beiðnir frá fólki um að komast á milli staða, af þeim var á milli 40 og 50 beiðnir um að komast í Herjólfi á sunnudagsmorgun.
Mikil ófærð var á götum bæjarins á sunnudagsmorgun og naut lögreglan aðstoðar Björgunarfélags Vestmannaeyja við að koma fólki á milli staða. Auk Björgunarfélagsins voru menn á vel búnum jeppabifreiðum fólki til aðstoðar við að komast leiðar sinnar. Stafsmenn Vestmannaeyjabæjar reyndu eftir fremsta megni að halda götum bæjarins opnum á sunnudagsmorgun en gekk það erfiðlega sökum ofankomu og fannfergis.

Þrír ökumenn voru sektaðir vegna brota á umferðarlögum í vikunni sem leið og var í öllum tilvikum um að ræða ólöglega lagningu ökutækis en ökumenn höfðu lagt öfugt miðað við akstursstefnu. Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni og var í tveimur tilvikum um árekstur á gatnamótum að ræða og í tveimur tilvikum um útafakstur að ræða. Öll þessi óhöpp er hægt að rekja til þeirrar ófærðar sem verið hefur á götum bæjarins undanfarana daga.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is