Vertíð og fleira

1.Mars'08 | 07:13

Georg Arnarson

Það er annað hljóð í eyjamönnum í dag heldur en fyrir viku síðan, enda loðnuveiðar komnar af stað og unnið á vöktum í bæði vinnslum og bræðslum og sannkölluð vertíðarstemmning niðri við höfn.

Það sló mig svolítið frétt á eyjamiðlunum, um að hugsanlega væri verið að selja frystitogarann Snorra Sturluson frá Vestmannaeyjum (ég held það séu 25 manns um borð), en kvótinn fer nú ekki með. Ástæðan er sú að í leit minni að húsnæði núna í janúar, skoðaði ég meðal annars hús hjá einum úr áhöfninni á Snorra Sturlu, sagði sá mér að hann væri ánægður þarna um borð og hefði góðar tekjur, en heyrði alveg skilaboðin sem ríkisstjórnin væri sífellt að senda um að það ætti að fækka og hagræða frekar í sjávarútvegi, þess vegna hefði hann hug á að flytja í bæinn til þess að eiga fleiri atvinnumöguleika ef eitthvað skyldi breytast. Ef af þessari sölu verður, þá má kannski segja sem svo að þetta sé gott dæmi um það atvinnuöryggi sem sjómenn búa við í dag. 

Öllu betri voru þó fréttirnar af Eyjaberg (Pétursey ehf ) þar ætla menn að reina að halda áfram í bili , en töluverð fækkun verður þó af starfsfólki .  Meira seinna .

http://georg.blog.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.