Styrkir Menningarráðs Suðurlands

28.Febrúar'08 | 07:00

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Umsóknarfrestur til þess að sækja um styrki til Menningarráðs Suðurlands rennur út 29. febrúar. Á fundi Menningar- og tómstundaráðs fyrr í vikunni var vakin athygli aðila í Vestmannaeyjum á því að sækja um til ráðsins.

Menningarráð Suðurlands veitir styrki til menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi.  Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki til margvíslegra menningarverkefna en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.


Menningarráðið veitir ekki rekstrar-, stofnkostnaðar- eða endurbótastyrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, almennar samkomur, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla.

Menningar -og tómstundaráð Vestmannaeyja hvatti Eyjamenn til að sækja um til ráðsins. Menningarfulltrúi Vestmannaeyja, Kristín Jóhannsdóttir, veitir upplýsingar um útfærslu umsókna.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.