Styrkir Menningarráðs Suðurlands

28.Febrúar'08 | 07:00

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Umsóknarfrestur til þess að sækja um styrki til Menningarráðs Suðurlands rennur út 29. febrúar. Á fundi Menningar- og tómstundaráðs fyrr í vikunni var vakin athygli aðila í Vestmannaeyjum á því að sækja um til ráðsins.

Menningarráð Suðurlands veitir styrki til menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi.  Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki til margvíslegra menningarverkefna en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag.


Menningarráðið veitir ekki rekstrar-, stofnkostnaðar- eða endurbótastyrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, almennar samkomur, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla.

Menningar -og tómstundaráð Vestmannaeyja hvatti Eyjamenn til að sækja um til ráðsins. Menningarfulltrúi Vestmannaeyja, Kristín Jóhannsdóttir, veitir upplýsingar um útfærslu umsókna.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.