Er Snorri Sturluson VE á leiðinni frá Vestmannaeyjum?

28.Febrúar'08 | 10:20

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Í gær var áhöfn Snorra Sturlusonar VE tilkynnt að erlendur aðili hefði áhuga að skoða skipið með kaup á því í huga.

Í samtali eyjar.net staðfesti Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri Ísfélagsins að félagið hefði fengið tilboð í skipið með fyrirvörum um skoðun og öðrum eðlilegum fyrirvörum. Ísfélagið hefur ekki gengið endanlega frá sölu á skipinu en Ægir Páll staðfesti að áhöfn Snorra Sturlusonar hefði verið tilkynnt um stöðu mál.

Ísfélagið hefur verið að skoða framtíð Snorra Sturlusonar og hefur útgerðin m.a. líka skoðað það að gera verulegar endurbætur á skipinu.

Ekki hafa verið teknar endanlegar ákvarðanir hvorki varðandi sölu eða breytingar á Snorra en ákvörðun mun verða á næstu vikum en komi til þess að við seljum Snorra munum við stefna að því að kaupa annað skip.

Snorri Sturluson var smíðaður 1973 á Spáni en honum var breytt i frystitogara árið 1987 og hann lengdur árið 1996. Ísfélagið eignast Snorra fyrir nokkrum árum er það keypti skipið af Granda.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.