Við þurftum alltaf að vera með hæstu flaggstöngina og það gekk oft á ýmsu til að það gæti orðið að veruleika

27.Febrúar'08 | 07:02

Aurora

Skátafélagið Faxi fagnaði því í síðustu viku að félagið varð  70 ára og því tókum við hjá eyjar.net okkur til og heyrðum í nokkrum "gömlum" skátum og fengum að heyra hvað það hefði að segja um sína viðveru í Skátunum.

Viðmælandi okkar að þessu sinni er Aurora Friðriksdóttir og segir hún okkur frá veru sinni í skátunum.

Hvenær byrjaðir þú í skátunum?
Um haustið 1965 í litla skúrnum á lóð Barnaskóla Vestmannaeyja.

Hvað var til þess að þú skráðir þig í skátana?
Edda Ólafs spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að byrja í skátunum. Ég sagði já á stundinni fannst þetta mjög áhugavert og spennandi. Eygló Björns og Svana Ingólfs voru með skátaflokk sem ég byrjaði í.
 
Telurðu að starf þitt í skátunum hafi mótað þig sem einstakling?
Já það er ekki spurning, þetta var mjög þroskandi sem ég hef búið að alla tíð síðan .Þarna var mjög þéttur og góður hópur vina sem meira og minna hafa samband ennþá dag í dag.
 
Hvernig var skátastarfinu háttað þegar þú byrjaðir?
Það voru fundir einu sinni i viku og göngur á sunnudagsmorgnum yfir vetrartímann. Það var ekki mikil íburður þá, allt frekar einfalt en gott. Það var algjör bylting þegar Skátafélagið Faxi fluttist í Félagsheimilið við Faxastíg.Þá blómstraði skátastarfið ,það var farið í útilegur og svo skátamót á sumrin t.d. Botnsdal, Krísuvík Landsmót á Hreðavatni en eftirminnilegust voru samt skátamótin sem við héldum.út í Elliðaey og síðan í Djúpadal.Þetta var alveg yndislegur tími, ég hefði ekki viljað missa af þessu í mínum uppvexti.
 
Einhver góða saga til deila með okkur úr skátunum:
Það er af mörgu að taka.Einn stutt það var svo merkilegt að á öllum skátamótum sem Eyjaskátarnir mættu á þá þurftum við alltaf að vera með hæstu flaggstöngina og það gekk oft á ýmsu til að það gæti orðið að veruleika en tókst alltaf að lokum . Það var mjög gaman að taka þátt í öllum undirbúningi og vinnu við skátamótið sem var haldið í Djúpadal. Það tókst í alla staði mjög vel í sól og blíðu og góð þátttaka var ofan af landi.

Kveðjur til allra skáta   
eitt sinn skáti ávallt skáti

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.