Veggjald lækkar í Hvalfjarðargöngin en fargjaldið hækkar í Herjólf

26.Febrúar'08 | 09:57

Herjólfur

Í morgun sendu Spölur frá sér fréttatilkynningu um lækkun á veggjaldi í Hvalfjarðargöngin og lækkar gjaldið um 100 kr fyrir staka ferð.

Í tilkynningu Spalar kemur fram að lægsta veggjaldið eftir breytingar verður 230 kr fyrir venjulegan fólksbíl. Jafnframt lækkar veggjald í flestum áskriftarflokkum en mismikið. Þannig lækkar gjald í þremur flokkum um nálægt 4% en í þremur öðrum flokkum um meira en 20%.
Frá því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð hefur veggjaldið lækkar úr 1.000 kr á staka ferð niður í 800 kr. 

Spalarmenn bera m.a. saman kostnað við ferð frá opnun Hvalfjarðarganga og bensínverð á þessum tíma og skrifa þeir m.a. þetta:
"Veggjald í Hvalfjarðargöngum hefur lækkað um tugi prósenta frá upphafi, bæði að krónutölu og
miðað við verðlag. Til gamans og fróðleiks má nefna eftirfarandi um veggjald og bensínverð:

 • Stök ferð um göngin kostaði 1.000 krónur þegar þau voru opnuð í júlí 1998. Á sama tíma kostaði bensínlítrinn 75,40 krónur (verð með virðisaukaskatti og þjónustu á stöð).
 • Stök ferð um göngin kostar 800 krónur frá og með 1. mars 2008. Bensínlítrinn kostar
  143,80 krónur (miðast við 20. febrúar, verð með virðisaukaskatti og þjónustu á stöð).
  Með öðrum orðum:
 • Í júlí 1998 var veggjald fyrir staka ferð jafnvirði rúmlega 13 lítra af bensíni.
 • Í marsbyrjun 2008 verður veggjaldið, miðað við óbreytt bensínverð, jafngildi 5,5 lítra af  bensíni.
 • Lægsta veggjald áskrifenda verður jafngildi 1,6 lítra af bensíni 1. mars 2008, miðað við
  bensínverðið 20. febrúar 2008."

 

Á sama tíma og veggjaldið lækkar í Hvalfjarðargöngin er búið að hækka fargjöld í Herjólf um 8.04%

segðu okkur þína skoðun á málefninu á www.eyjar.net/spjall

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.