Eitt gjald lækkar, annað hækkar

26.Febrúar'08 | 11:01

Svenni

Síðan bæjarstjórn Vestmannaeyja gerði þau regin mistök að afsala sér neitunarvaldi vegna hækkunar fargjalda Herjólfs hafa fargjöldin tvívegis verið hækkuð.  Nú kostar 17.500 krónur 40 eininga kort og nemur hækkunin núna 8%.

 Þessar fréttir bárust okkur í auglýsingu í Fréttum í síðustu viku. Á forsíðunni var frétt um yfirvofandi loðnuveiðibann sem varð að veruleika sama dag.

Í þau tvö skipti sem Eimskip hefur ákveðið að hækka fargjöldin í Herjólf hefur borist tilkynning frá rekstraraðilum Hvalfjarðargangana um lækkun.  Í fyrra skiptið úr 1000 krónum í 900 krónur og nú í 800 krónur. 

Flott mál að hægt sé að bjóða upp á lægri gjöld í Hvalfjarðargöngin. Sumir tala fyrir því að hafa þau gjaldfrjáls.  Hluti af þjóðvegakerfinu segja menn og hrópa réttlæti fyrir íbúa Vesturlands.

Þarf ekki að fara fram umræða um þjóðvegakerfi okkar Íslendinga og hvað tilheyrir því og hvað ekki?  Er Hvalfjörðurinn enn skilgreindur sem hluti af Þjóðvegi nr. 1 eða hafa Hvalfjarðargöngin verið skrifuð þar inn.  Hreinlega veit það ekki.

En ég veit það þó að staðfesting hefur borist um að Herjólfur er hluti af þjóðvegakerfi okkar Íslendinga. Samt er ekkert mál að hækka fargjöldin á þá leið.  Ekki einn þingmaður hefur opnað á sér kjaftinn og bölsóttast yfir þessari hækkun.  Varaþingmaður Frjálslyndra skammar bæjarstjórann í Eyjum !!

Hækkun fargjalda + loðnubrestur = áframhaldandi fólksflótti frá eyjunni fögru

Kannski spurning um að kíkja aðeins nánar á hugmyndina um fríríkið ? 

Þá legg ég til að við gerum Braga Ólafs að forseta. 

http://svenko.blog.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.