Opið bréf til þingmanns Frjálslyndra

25.Febrúar'08 | 09:27
Í nýlegum skrifum þín sendir þú bæjarstjórn Vestmannaeyja tóninn.  Það sem þú helst finnur að störfum bæjarstjórnar er að hafa ekki að eigin frumkvæði látið þig sem þingmann vita að ríkisyfirvöld (þú sjálf) hafi samþykkt 8% hækkun á gjaldskrá Herjólfs.  

Eimskip rekur þjóðveginn milli lands og Eyja.  Það gera þeir með samningum við Vegagerðina fyrir hönd Samgönguráðuneytisins og þar með Alþingis.  Þér væri því sem þingmanns nær að líta í eigin barm í stað þess að varpa óhróðri á Bæjarstjórn Vestmannaeyja og starfsmenn hennar.

Það verður nú að segjast eins og er að ekki er úr háum stalli að velta þótt þingmaður Frjálslyndaflokksins valdi Eyjamönnum vonbrigðum.  Þannig lýsti félagi þinn því nýlega yfir að hann hefði orð loðnuskipstjóra fyrir því að æskilegt væri að hætta með öllu loðnuveiðum.  Engin loðnuskipstjóri kannast þó við slíkt og gantast sjómenn núna meða að Grétar Mar hefi náð sambandi við framliðin skipstjóra í gegnum NMT.

Hér eftir væri Frjálslyndum nær styðja Vestmannaeyjabæ í baráttunni fyrir því að látið verði af íþyngjandi álögum á fyrirtæki í Vestmannaeyjum í stað þess að skamma fólk sem rær öllum árum að því að bæta búsetuskilyrði í Vestmannaeyjum.

Forgangsatriði núna er að þingmenn suðurlands styðji Eyjamenn í þeim þrengingum sem nú kunna að blasa við í sjávarútvegi.  Að lokum hvet ég þig til að láta kjósendur þín vita hversu oft þú hafðir samband við bæjaryfirvöld eftir að fyrir lá að ríkisyfirvöld myndu stöðva loðnuveiðar. 

Elliði Vignisson
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.