Yfirlýsing skipstjóra á íslenska loðnuflotanum

24.Febrúar'08 | 13:23

Bergur Huginn Ve

Skipstjórar íslenska loðnuflotans hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ummæla Grétars Márs Jónssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, í Fréttablaðinu þann 22. febrúar 2008, þar sem hann sagði að „margir loðnuskipstjórar segja mér að ástandið sé þannig að það ætti bara að stoppa loðnuveiðar í tvö ár.”
Yfirlýsing skipstjóranna:

„Við, skipstjórar á öllum íslenska loðnuflotanum, könnumst ekki við að hafa talað við Grétar Mar Jónsson um ástand loðnustofnsins og þykir miður að hann skuli vera að gera okkur upp skoðanir. Það er lágmarks krafa að þingmenn þjóðarinnar fari með rétt mál og hafi heimildir réttar.

Okkar skoðun á ástandi loðnustofnsins er ekki sú sama og Hafrannsóknastofnunin hefur. Þann ágreining leysa menn með rökræðum og endurskoðun mælinga með aðstoð hvors annars en ekki með upphlaupi í fjölmiðum eins og Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur gerði í fréttatíma ríkisútvarpsins í gær.

Á þeim erfiðu tímum sem íbúar sjávarplássa hringinn í kringum landið eru ganga í gegnum verður að ríkja trúnaður og traust á milli Hafrannsóknastofnunarinnar og hagsmunaaðila. Við skipstjórarnir á þeim skipum sem hafa verið á miðunum erum sannfærðir um að ástand loðnustofnsins er betra en Hafrannsóknarstofnunin telur. Það mynstur sem við erum að upplifa núna hefur sést áður og það ætti ekki að valda mönnum áhyggjum."

Tilkynningin er send af skipstjórum Jónu Eðvalds, Krossey, Aðalsteini Jónssyni, Jóni Kjartanssyni, Berki, Vilhelm Þorsteinssyni, Anders, Bjarna Ólfassyni, Hoffelli, Sighvati Bjarnasyni, Kap, Álsey, Júpiter, Þorsteini, Huginn, Guðmundi, Ingunni, Faxa, Lundey, Hákon, Víkingi og Áskeli.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.