Mælið þessar loðnurtorfur strax !

23.Febrúar'08 | 10:04

Þá er búið að setja stjórntakkann á OFF hvað Vestmannaeyjar varðar.

Í gær voru loðnuveiðar stöðvaðar.  Hvað þýðir það fyrir Vestmannaeyjar ?  Í mínum huga er það ósköp einfalt : Það hefur svipuð áhrif á samfélagið hér eins og sett sé úr þriðja í fyrsta gír á bifreið.  Ef veiðibannið stendur vertíðina á enda munu áhrif þess dreifast um samfélagið hér og samdráttur verða á flestum sviðum.

 

 

Ekki hef ég vit á hversu margir fiskar eru í sjónum, skipstjórarnir segja eitt og fiskifræðingar annað. Loðnan hefur oft birst öllum að óvörum og ferðast hratt eftir að hún kemur upp að ströndinni. Núna segja skipstjórarnir að mikið af loðnu sé komin upp að suðurströndinni. Skip Hafrannsóknarstofnunar hafa ekki verið þar síðustu daga og hafa því ekki skoðað þá stöðu sem er þar núna. Þess í stað binda þeir skipin við bryggju í Reykjavík. Við þessar aðstæður hlýtur það að teljast reginhneyksli. Það er móðgun við það fólk og þau fyrirtæki sem byggja allt sitt á þessum veiðum. Það er hreinlega sjálfsögð kurteisi að rannsóknarskip mæli þá loðnu sem ku vera hérna fyrir suðurströndinni svo unnt sé að taka ákvarðanir byggðum á nýjustu mælingum, en bíði ekki bara með hendur í skauti. Það væri kurteisi við alla þá sem byggja afkomu sína á loðnuveiðum. Gera menn sér ekki nægilega grein fyrir að loðnuvertíðin stendur héðan af einungis í vikur eða hugsanlega daga ?

Hér er frétt á Mbl síðan áðan og ég segi : Hvaða afsökun hafa menn og ég vona að það sé fremur skortur á skynsemi en að menn geri þetta af ásetningi :

"Hafrannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson liggja enn við bryggju í Reykjavík en samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunarinnar er verið að gera skipin klár til loðnuleitar. Árni Friðriksson mun fara til loðnuleitar með suðurströndinni á sunnudag og Bjarni Sæmundsson mun fara vestur á þriðjudag. Mun hann fyrst fara í loðnuleit úti fyrir Vestjörðum en þaðan í togararall á Norðurmiðunum"

http://eyjapeyji.blog.is/blog/eyjapeyji/

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is