Leggjast alfarið gegn 8% hækkun á gjaldskrá herjólfs

22.Febrúar'08 | 10:32
Bæjarstjórn leggst alfarið gegn boðaðri 8,04% hækkun á gjaldskrá Herjólfs og harmar það skilningsleysi, sem því miður virðist ríkja hvað varðar þjóðveg Eyjamanna, Herjólf.

Í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar um 30% niðurskurð á þorskkvóta voru uppi fögur fyrirheit um bættar samgöngur. Bæjarstjórn harmar því að á sama tíma skulu auknar álögur lagðar á Eyjamenn og gesti þeirra.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar því á samgönguráðherra og þingmenn Suðurlands að koma í veg fyrir þessar auknu álögur á heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.

Var ályktunin samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. 

Elliði Vignisson (sign.)
Kristín Jóhannsdóttir (sign.)
Gunnlaugur Grettisson (sign.)
Guðlaugur Friðþórsson (sign.)
Páley Borgþórsdóttir (sign.)
Páll Scheving Ingvarsson (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign.)

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).