Góður árangur í Skólahreysti 2008

21.Febrúar'08 | 07:24
Fimmtudaginn 14. febrúar tók Grunnskóli Vestmannaeyja þátt í Skólahreysti 2008. Þetta er í annað sinn sem skólinn sendir lið til keppni og fóru 8 keppendur úr 9. og 10. bekk ásamt íþróttakennurum og foreldrum. Ólíkt fyrra skiptinu voru stuðningsmenn með í för, um 20 talsins, og er óhætt að segja að hópurinn í heild sinni hafi verið skólanum góð auglýsing.
Undirbúningur
Fulltrúar okkar í keppninni að þessu sinni voru Sveinbjörg Ósk Hauksdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Haukur Jónsson og Bjarki Þór Ingason. Varamenn voru Kristín Sólveig Kormáksdóttir, Birta Baldursdóttir, Anton Örn Björnsson og Þorgeir Elmar Ágústsson. Undirbúningi var þannig háttað að nemendur gátu valið Skólahreystihópinn í leikfimi allan desembermánuð. Þeir sem höfðu áhuga á að keppa fengu leiðsögn Evu Sveinsdóttur, Íslandsmeistara í Icefitness, í lok janúar og tóku síðan þátt í undankeppni hér heima. 8 bestu keppendurnir æfðu síðan saman síðustu vikuna fyrir mót þar sem lögð var áhersla á tækniæfingar. Starfsmenn Hressó og Nautilius voru svo elskulegir að leyfa okkur að kíkja í æfingasal sinn og færum við þeim okkar bestu þakkir. Fjórir keppendur voru að lokum valdir til að keppa en hinn helmingur æfingahópsins fylgdi okkur alveg fram að keppni. Erfitt var fyrir þjálfarann að velja hópinn þar sem keppendur voru flestir mjög jafnir og má segja að varaliðið hefði getað náð svipuðum árangri.

Keppnin
Farið var með Herjólfi og keppt samdægurs. Keppnin hófst klukkan 17 en klukkustundar seinkun varð á keppninni vegna tækni og rafmagnsvandamála. Keppendur voru orðnir kaldir og því töluvert frá sínu besta í fyrstu greinunum. Þrátt fyrir það náðum við að hanga í fjórða sæti eftir 4 fyrstu greinarnar sem voru upphífingar, dýfur, armbeygjur og hreystigreip. Hraðaþrautin var æsispennandi þar sem nánast allt gekk upp hjá okkar keppendum og munaði aðeins einni sekúndu á okkur og fyrsta sætinu. 3. sætið var því örugglega okkar og ekki langt í 2. sætið ef rýnt er í úrslit allra greina. Hvolskóli sigraði með 46,5 stigum en fulltrúar þeirra áttu mjög góðan dag. Vallaskóli náði öðru sætinu með 40 stig og Eyjakrakkarnir náðu 35 stigum. Hvolskóli komst því áfram í úrslitin sem verða í apríl en við höldum áfram að æfa þar sem við eigum enn möguleika á að hreppa aukasæti í úrslitum.

Þáttur stuðningsmanna
Keppendur eiga hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem þeir lögðu í verkefnið og þá keppnishörku sem þeir sýndu oft á tíðum. Stuðningsmenn liðsins fá hrós frá íþróttakennurum fyrir skemmtilega framkomu og góðan stuðning þrátt fyrir að við ofurefli væri að etja. Húsið var troðfullt og áttu heimamenn sem stóðu í harðri baráttu við okkur um 2. sætið meirihluta áhorfenda. Ekki var annað að heyra á krökkunum en að ferðin hafi heppnast vel og ljóst að við gerum allt til að fylla fleiri rútur á næsta ári. Eina skilyrðið sem við setjum þá er að stelpurnar láti sunnlenska drengi í friði og komi sér í rúturnar í tæka tíð ;-)

Frétt af www.grv.is

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%