Ölum enn með okkur von

20.Febrúar'08 | 18:51

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það mikið áhyggjuefni að loðnan hafi brugðist og að tíðindi dagsins komi verr við Vestmannaeyjar en flest önnur sveitarfélög ef fer sem horfir. „En enn ölum við með okkur von, þetta er dyntóttur fiskur og ekki hægt að útiloka að hann láti sjá sig."

Elliði segir hegðunarmynstur loðnunnar hingað til á þessari vertíð ekki óþekkt, en að hún sé mun seinni á ferðinni en hingað til hefur verið, Vestmannaeyingar hins vegar muni halda í vonina a.m.k. fram yfir mánaðarmót.

Mikilvægt er að mati bæjarstjórans að skip séu á miðunum ef loðnan lætur sjá sig. Segist Elliði hafa í dag rætt við fjármálaráðherra, sem hafi tekið vel í að rannsóknarskipi verði haldið á miðunum í það minnsta til mánaðarmóta.

Elliði segir áfallið mikið og áætlar að tap fyrirtækjanna í Eyjum sé á bilinu 3-4 milljarðar. „Það bætist auðvitað ofan á þá þrjá milljarða sem töpuðust við niðurskurð á þorskkvóta svo það þarf ekki mikið til að sjá að þetta er þungt högg og erfitt."

Segir Elliði að að fregnir sem þessar komi öllum íbúum sveitarfélagsins við og að Vestmannaeyingar allir finni fyrir því um leið og aflabrestur verður.

Grípa þarf til aðgerða að mati bæjarstjórans ef engin loðna finnst og segir hann að bæði þurfi bæjarfélagið að grípa til sinna ráða, en einnig komi þetta ríkisstjórninni við. „Við höfum heldur betur lagt til þjóðarbúsins síðustu árhundruðin og þegar við þurfum tímabundna aðstoð þá verður að bregðast við því."

Þá segir Elliði að bæjarstjórnin muni skoða hvað hægt sé að gera. „Við búum ekki til fisk en þurfum einhvern vegin að bregðast við, það verða allar leiðir skoðaðar."

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.