Atvinnutækifæri í Eyjum

20.Febrúar'08 | 08:06
Undanfarið hafa birst fréttir af lausum störfum, og nýjum störfum, í Vestmannaeyjum. Þjóðskjalasafnið er komið til Eyja með þrjú stöðugildi, sex störf sem hefur verið ráðið í. Nýsköpunarmiðstöð hefur ráðið Frosta Gíslason framkvæmdarstjóra Umhverfis -og skipulagssviðs til sín og þar með er sú staða laus til umsóknar hjá Vestmannaeyjabæ og rennur umsóknarfrestur um það starf út 24.febrúar.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur auglýst eftir framkvæmdarstjóra og einnig hefur verið óskað eftir starfsfólki í bjórverksmiðju sem fyrirhugað er að opni síðar á árinu og einnig hefur Sigurgeir ljósmyndari ehf. auglýst eftir fólki í skráningu og flokkun ljósmynda.

Sem sagt nóg af atvinnu í Eyjum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is