Viðburðarík helgi hjá Körfunni

19.Febrúar'08 | 10:07

Körfuboltinn átti mjög góðu gengi að fagna um helginna og er klárt mál að mikill uppgangur er hjá þeim, bæði MFL og Minniboltinn spiluðu um helginna og tryggði Minniboltinn sér þáttökurétt í úrslitakeppninni en þetta er í fyrsta flokkurinn á vegum ÍBV í Körfubolta sem nær þeim merka áfanga.

Hægt er að skoða myndir frá minniboltanum hér , myndirnar eru teknar af Didda Vídó  

Meistaraflokkur Körfuknattleiksfélags ÍBV:
Sigraði Glóa á útivelli nú um helginna nokkuð örugglega eða 93-66, þrátt fyrir að ÍBV væri ekki að spila neitt sérstaklega vel, en einn af lykilmönnum ÍBV Baldvin Johnsen meiddist snemma í leiknum og vonum við að það hafi verið smávægilegt.
Þó nokkra leikmenn vantaði í hópinn um helginna þar sem þjálfarinn stóð í ströngu í eyjum með minniboltanum, Gylfi Braga var meiddur, ungu og efnilegu leikmennirnir Kristján Tómasson og Ólafur Sigurðsson voru hvíldir að þessu sinni sökum mikilla ferðalaga undanfarið hjá þeim.

Stigaskor: Sigurjón 23, Binni 17 , Sverrir Kári 12, Addi 9, Gunni Lalli 9, Diddi 9, Sverrir Marínó 6, Símon 4 og Baldvin 4 stig.

Frábær árangur hjá Minniboltanum í körfunni unnu 3 leiki af 4 um helginna.

(Tekið af www.ibv.is/karfa)
Minniboltinn spilaði 2 leiki í dag á heimavelli í A riðli og unnu báða leikina mjög verðskuldað. Tryggði liðið sér þátttökurétt í úrslitakeppninni en þetta er fyrsti flokkurinn á vegum ÍBV í körfubolta sem nær þessum frábæra áfanga! - Fyrsti leikur dagsins var á móti efnilegu og sterku liði KR og vannst leikurinn 47-43. Reyndar kláraðist leikurinn ekki alveg þar sem þjálfari KR sýndi mikla óvirðingu með að taka lið sitt af vellinum og labba útúr húsinu þegar 6.7 sekúndur voru eftir og við áttum tvö vítaskot og innkast eftir að dæmd var langþráð tæknivilla á þjálfara KR! Okkar menn áttu sigurinn svo sannarlega skilið og spiluðu glimrandi vel í leiknum bæði í vörn og sókn og börðust mjög vel í fráköstunum. Var mikið um villur í leiknum og hart barist enda tvö góð lið en KR spiluðu nokkuð fast á okkar menn og var dæmt eftir því. Villurnar skiptust þannig að ÍBV fengu 12 en KR 18 villur.

Stigaskor ÍBV í leiknum: Aron 18, Valli 17, Devon 6, Kristberg 4 og Siggi 2. Aðrir leikmenn skoruðu ekki í leiknum.

Seinni leikur dagsins og jafnframt síðasti leikur var við Stjörnuna. Með sigri í þessum leik gat liðið tryggt sér 2.sætið í riðlinum. Strax frá fyrstu mínútu voru gestirnir að tuða og röfla í annars góðum dómurum leiksins og gengu okkar menn á lagið og skoruðu hverja körfuna á fætur annarri. Endaði leikurinn 52-39 fyrir ÍBV og var sigurinn aldrei í hættu. Spiluðu allir vel í leiknum og var stemmningin góð í herbúðum okkar. Voru allir duglegir og börðust allan tímann. Vildu gestirnir meina að um heimadómgæslu hafi verið að ræða, alveg óskiljanlegt. Villurnar skiptust þannig að ÍBV fengu 10 en Stjarnan 12 villur! Í fyrsta lagi að þá eiga leikmenn ekki að vera atast í dómurum allan leikinn og eiga foreldrar og þjálfarar Stjörnunnar að sjá til þess frá A-Ö. En það var ekki gert og furðulegt að 10-11 ára peyjar komast upp með það að rífa kjaft við dómarana í leik í stað þess að einbeita sér að þvi að spila körfubolta. Gerðist þetta í nokkrum leikjum Stjörnunnar um helgina.

Stigaskor ÍBV í leiknum: Aron 25, Siggi 8, Kristberg 7, Ársæll 6, Valli 4 og Kristján 2. Aðrir skoruðu ekki í leiknum.

Voru okkar menn til sóma allan tíman hvort sem um er að ræða utan eða innan vallar. Bara ekkert annað en mjög flottur hópur og skemmtilegur. Þeir sem voru á varamannabekknum hverju sinni voru duglegir að hvetja samherjana áfram. Stemningin var góð og mórallinn frábær sem fyrr. Núna er bara um að gera að halda áfram að æfa vel og bæta sig fyrir komandi átök. Næst er Samkaupsmótið og eftir það er úrslitakeppnin en hún er eftir c.a. 5 vikur. Markmiðið fyrir tímabilið, sem við settum í rauninni upp með í fyrra var að enda í topp 3 og ef við ætlum okkur að ná því þá verðum við að æfa mjög vel og gera okkar besta. Hafa gaman af þessu og halda áfram að æfa og læra körfubolta. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

* Allir þeir sem hjálpuðu til um helgina fá sérstakar þakkir. Ritaraborðið, dómarar, videokappar, sjoppan og aðrir aðstoðarmenn takk kærlega en án ykkar hefði þetta ekki gengið eins vel fyrir sig.

Lokastaðan: 1.UMFG - 2.ÍBV - 3.KR - 4.Stjarnan - 5.Þór Þorl

Úrslit og stigaskor frá leikjum minniboltans á laugardag má sjá hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.