Árni Johnsen er ekki á leið í forsetaframboð

19.Febrúar'08 | 15:55

arni

„Nei, ég er ekki á leið í forsetann," segir Vestmannaeyingurinn Árni Johnsen inntur eftir því hvort hann væri ekki rakinn kandídat í forsetaembætti lýstu eyjarnar yfir sjálfstæði.
„Við erum félagslyndir eins og lundinn og höfum ekki viljað skiljast við landa okkar á fastalandinu, við vitum að þeir þurfa á okkur að halda," segir Árni, sem sér ekki fyrir sér sjálfstæðar Vestmannaeyjar í náinni framtíð.

Árni lék raunar sendiherra Vestmannaeyja í aprílgabbi Ríkisútvarpsins, þegar hann var blaðamaður á Morgunblaðinu. Gabbið gekk út á það að eyjarnar hefðu lýst yfir sjálfstæði og gengið frá málunum á einni helgi. Menn lögðu nokkurn trúnað á grínið, enda ekki alveg úr lausu lofti gripið.

„Vestmannaeyjar hafa alltaf verið mjög sjálfstæðar," segir Árni, og vísar þar til að eyjarnar hafi alltaf staðið vel fjárhagslega. „Þær voru séreign danska konungsins og Nýhöfnin og konunglega leikkhúsið er byggt fyrir peninga úr Vestmannaeyjum." Hann segir að tólf prósent af öllum aflaverðmætum komi frá Vestmannaeyjum og út frá fjárhagslegum hagsmunum hefði sjálfstæði því í sjálfu sér borgað sig. „Þær eru enná slík gullkista."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.