Smábátasjómenn fella samningana

18.Febrúar'08 | 23:28

höfn vestmannaeyjahöfn vestmannaeyjar vestmannaeyjabær

Öll svæðisfélög landssambands smábátaeigenda hafa fellt kjarasamning smábátaeigenda og sjómannasamtakanna. Svæðisfélögin eru 15 talsins, nú síðast felldu Krókur í Barðastrandasýslu og Farsæll í Vestmannaeyjum samninginn.
Arthur Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda, segir samningsaðila þurfa að setjast aftur að samningaborðinu á næstu dögum. Laga þurfi nokkur atriði áður en hægt verði að semja.


Fyrr í dag var greint frá því að Smábátafélagið Krókur í Barðastrandasýslu hafi fellt kjarasamning landsambands smábátaeigenda og sjómannasamtaka á Patreksfirði á laugardag. Sama dag var haldinn fundur hjá Farsæli, félagi smábátaeigenda í Vestmannaeyjum sem sömuleiðis felldi kjarasamninginn. Þar með hafa öll 15 svæðisfélög landsambandsins fellt samninginn en Arthur Bogason, formaður landsambandsins segir fyrst og fremst tvö atriði standa í smábátaeigendum. Annarsvegar eru það ákvæði um svokallaða skiptingu þar sem fjallað er um lágmarksprósentuhlut milli áhafnarmeðlima og svo tryggingapakka þar sem fjallað er um tryggingu launa áhafnarmeðlima. Smábátaeigendur telja sig ekki geta staðið við þessa liði óbreytta samkvæmt núverandi kjarasamningi. Arthur segir að nú myndu samningsaðilar væntanlega setjast aftur að samningaborðum á næstu dögum en ljóst væri að laga þyrfti áðurnefnd atriði áður en samið yrði að nýju.

En það voru ekki aðeins kjarasamningar sem voru á döfinni hjá félagi smábátaeigenda í Vestmannaeyjum. Áhyggjur eru miklar af snurvoðaveiðum eða dragnótaveiðum í fjörunni við suðurströndina. Bent var á að sandsílastofninn sé að hverfa á þessu svæði sem hafi slæmar afleiðingar fyrir bæði aðrar fisktegundir og fuglategundir. Fundurinn krefst þess að snurvoðaveiðar verði a.m.k. færðar 6 sjómílur frá landi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.