Paparnir hættir eftir 22 ár

16.Febrúar'08 | 18:53
„Þetta var orðið fínt bara. Við ákváðum að hætta á meðan við værum ennþá á toppnum," segir Matthías Matthíasson, söngvari Papanna, sem eru hættir störfum eftir 22 ár í bransanum.
„Við erum búnir að spila mjög mikið í mjög langan tíma og menn voru orðnir sæmilega þreyttir á því," segir Matthías og tekur fram að ekkert ósætti hafi komið upp á milli þeirra þrátt fyrir orðróm þess efnis. „Við erum allir góðir vinir."

Ekki eins og Í svörtum fötum
Trommarinn Eysteinn Eysteinsson er á sama máli og Matthías og segir að samstarfið hafi ekki sprungið í loft upp. „Þetta var enginn „heavy" ágreiningur en nóg til þess að við ákváðum að hvíla þetta. Við erum ekki að taka þetta eins og Í svörtum fötum sem settu heilsíðu í DV um að þeir væru hættir. Sex vikum síðar voru þeir bókaðir á þorrablót."

Langt frí í fyrra
Paparnir tóku sér langt frí í fyrra frá apríl og fram í lok ágúst. Eftir það spiluðu þeir í tvo og hálfan mánuð þangað til þeir ákváðu að segja þetta gott.
Eysteinn játar að það séu mikil viðbrigði að vera ekki lengur Papi eftir 22 viðburðarík ár í bransanum. „Þetta er svolítið öðruvísi, ég fer ekki ofan af því. En við náðum að venjast þessu aðeins í langa fríinu."

Írskættaðir tónar
Hljómsveitin Papar var stofnuð í Vestmannaeyjum 1986 af hljómborðsleikaranum Páli Eyjólfssyni og Georg Ólafssyni bassaleikara. Sveitin hefur alla tíð verið afar vinsæl ballhljómsveit og hafa írskættaðir tónar hennar hitt rækilega í mark á dansgólfum landsins.

Óútgefinn mynddiskur
Paparnir gáfu út níu plötur á ferli sínum og kom sú síðasta, Leyndarmál frægðarinnar, út fyrir fjórum árum. Sveitin var nýbúin að taka upp DVD-mynddisk sem átti að koma út fyrir síðustu jól en sú útgáfa frestaðist og er enn ókomin í búðir. Óvíst er hvort og þá hvenær sá diskur kemur út. Myndi hann væntanlega seljast eins og heitar lummur miðað við vinsældir Papanna í gegnum tíðina.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.