Kristján valinn í landsliðið

16.Febrúar'08 | 12:22

Körfubolti Kristján

Kristján Tómasson leikmaður 10.flokks og Meistaraflokks hefur verið valinn í 18 manna hóp U16 landsliðs sem mun æfa helgina 8. og 9. mars nk í undirbúning sínum fyrir NM sem fer fram 30. apríl til 4. maí.

Staðsetning og tímasetning æfinganna verður ljós á næstunni og þá fá leikmenn tölvupóst vegna þess.

Endanlegur 12 manna hópur verður valinn eftir þessar æfingar en fyrirhugaður er foreldrafundur á næstunni vegna Norðurlandamótsins.

 

Óskum Kristjáni til hamingju með þennan áfanga og vonandi að hann komist í 12 manna hópinn. Kristján hefur staðið sig mjög vel í vetur líkt og í fyrra og hefur Kristján verðið að skora um 20 stig og verið að hirða tæplega 10 fráköst að meðaltali í leik.

 

Ólafur Sigurðsson var ekki valinn að þessu sinni en hann var í 28 manna hópnum. Vekur það furðu undirritaðs en Ólafur sem er mikill baráttu og varnarjaxl hefur átt mjög gott tímabil, er í stöðugum framförum og er að skora 12 stig og taka um 20 fráköst að meðaltali í leik. 

 

f.h. ÍBV

Björn Einarsson þjálfari

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.