Eyjamenn gætu orðið af 3 milljörðum

16.Febrúar'08 | 07:13

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Útgerðarmenn tóku þá ákvörðun á fundi sem þeir héldu í gær að veiða einungis 3.000 tonn af loðnu á sólarhring þar til ítarlegar rannsóknir á stofninum eru afstaðnar að sögn Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna.

„Þetta er náttúrlega gífurlegt áfall," segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar. „Fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra var veltan hjá Vinnslustöðinni rúmur milljarður
en í ár var fyrsta milljónin að koma í hús í gær. Það má gera ráð fyrir því að þessi velta hafi verið rúmir þrír milljarðar í Vestmannaeyjum í fyrra svo auðvitað er þetta mikið áfall, sérstaklega í ljósi þessa mikla niðurskurðar í þorski."

Hann segir að ástandið hafi mikil áhrif á starfsfólkið. „Það veit eins og er að þetta er ekki gott fyrir
fyrirtækið og þar af leiðandi ekki gott fyrir starfsfólkið sjálft sem síðan kemur niður á samfélaginu."

Einar K. Guðfinnsson gaf nýlega norskum loðnuveiðiskipum heimild til að vera við veiðar einum sólarhring lengur en um hafði verið samið og rýmkaði heimild um fjölda norskra skipa sem mættu vera að veiðum á sama tíma, úr 25 í 40. Spurður hvort það hafi ekki verið óheppileg ákvörðun í ljósi þessara þrenginga segir hann ekki svo vera. „Það var í raun ekki svo mikil breyting því í raun var flotinn ekki það mikill að þeir gætu nýtt sér þetta. Svo held ég að það sjái það allir að einn sólarhringur hefur ekki svo mikið að segja."

Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort komið verði sérstaklega til móts við þá
sem hafa orðið illa úti vegna loðnuskorts

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%