80s hátíð í Höllinni

15.Febrúar'08 | 12:35

Wham

Hafin er undirbúningur á 80s hátíð sem haldin verður í haust í Höllinni Vestmannaeyjum Nú þegar eigum við Hippahátíðina sem er orðin fasturliður í menningarlífi Vestmannaeyja og kemur fólk allstaðar af landinu til að taka þátt í þeirri frábæru helgi...

Valið verður 80s par helgarinnar og munu það par hljóta veglegan vinning til sólarlanda í boði Hallarinnar og einnig verður breakdanskeppni, valinn verður Spur-cola þambari ársins o.s.fr.

Með hátíð þessari vilja forsvarmenn hennar en það eru „ Hallarvinir" eins og þeir kalla sig að hylla þennan tíma sem var í senn þekktur fyrir svakalegar greiðslur og skelfilegan klæðnað....
Engu verður til sparað til að gera þessa helgi sem glæsilegasta..settar verða diskókúlur í loftin í Höllinni og laser ljós til að fólk upplifi aftur þennan frábæra tíma.

Í gangi eru viðræður við heimsþekktan 80s Dj (plötusnúð) sem allir íslendingar þekkja og er kunnur fyrir líflegan fatnað og mikið glimmer...

 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.