Minningargreinar á eyjar.net

14.Febrúar'08 | 12:41

engill

Í dag hefjum við birtingu á minnigargreinum á eyjar.net. Ástæða þess að við bjóðum upp á þennan lið á síðunni er að við viljum halda á lofti minningu þeirra eyjamanna sem látist hafa í gegnum tíðina.

Ef að þú vilt viðhalda minningu þinna nánustu þá er þér velkomið að setja inn þína minningargrein, viljum líka benda á það að minningargreinarnar þurfa ekki að vera nýjar og tökum við vel á móti gömlum minningargreinum.

Notendur www.eyjar.net geta sjálfir sett inn minningargreinar og mynd af þeim látna með því að skrá sig inn hér hér til hliðar

Minningargreinarnar er hægt að sjá hér

Með þessu viljum við undirstrika það að http://www.eyjar.net/ er ekki einungis frétta -og upplýsingamiðill heldur samfélagsmiðill þar sem hjartað slær fyrir Vestmannaeyjar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.