Hef nú þegar lagt inn tvær fyrirspurnir og er önnur að sjálfsögðu til samgönguráðherra

13.Febrúar'08 | 07:53

HannaBirna

Þann 4.febrúar síðastliðinn tók Hanna Birna Jóhannsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður í fjarveru Grétars Mar. Þetta er í fyrsta skiptið sem Hanna Birna sest á þing sem varamaður en hún skipaði 3.sæti lista Frjálslyndaflokksins við síðustu Alþingiskosningar. Með því að fá Hönnu Birnu inn á Alþingi eru nú þrír eyjamenn á þingi. Eyjar.net sendu nokkrar spurningar á Hönnu Birnu til að fræðast um hennar fyrstu daga á Alþingi.

Hvað varð til þess að þú tókst sæti á Alþingi núna?
Grétar Mar er í veikindafríi og Óskar Karls. boðaði forföll svo þá var komið að mér sem skipaði þriðja sæti á lista Frjálslynda fl. sl.vor.

Hvað gerir þú ráð fyrir því að vera lengi á þingi?
Varamaður tekur ekki sæti skemur en hálfan mánuð . Veit trúlega fyrir helgi hvort ég verði fram í næstu viku eða lengur. En ég tók sæti á Alþingi 4.feb.sl.


Hvaða mál eru það sem þú munt leggja áherslu á þessum tíma?
Hef nú þegar lagt inn tvær fyrirspurnir og er önnur að sjálfsögðu til samgönguráðherra, en hin til Iðnaðarráðherra um atvinnumál kvenna í Suðurkjördæmi. Ég hef tekið þátt í umræðu um háhraðatengingu og þá möguleika sem hún bíður uppá ekki hvað síðast á landsbyggðinni. Við munum" störf án staðsetningar „ sem allir flokkar hafa lýst stuðningi við,og umræðu um ferðakostnað þeirra  einstaklinga er sækja vinnu í önnur sveitafélög-eða landshluta.  Síðan var umræða að leggja niður veggjald í Hvalfjarðagöng , svo ég benti á þjóðveg sem er skattlagður mun hærra en sá vegur sem var til umræðu.

Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart í störfum Alþingis?
Það er allt í  mjög föstum  skorðum, en allir mjög elskulegir og tilbúnir að hjálpa nýliða. Þetta hefur verið mjög skemmtileg reynsla og ánægjulegur tími fyrir mig.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.