Kirkjan og kvótakerfið

12.Febrúar'08 | 17:43

Elliði

Ég fletti áðan Fréttablaðinu. Í því ágæta blaði rakst ég á afar merkilegt viðtal við Séra Heimi Hallgrímsson, prest í Hafnarfirði. Þar lýsir hann þeirri skoðun sinni að þjóðkirkjan mætti vel hafa til þess forystu að kvótakerfið verði endurskoðað. Merkileg afstaða.
Með þessu er presturinn ágæti að svara kalli Grétars Mars Jónssonar þingmanns frjálslyndra sem skilur ekkert í því að kirkjan beiti sér ekki fyrir afnámi kvótakerfisins.

Sannast sagna féll þetta mér illa í geð og þá sérstaklega þegar séra Þórhallur Heimisson tekur sér í orð niðrandi orð um þá sem bera atvinnulíf okkar Eyjamanna á herðum sér með orðaleppum eins og "kvótakóngar". Svo finnst mér það einnig lágmarks krafa að opinberir starfsmenn kynni sér málin áður en ráðist er til atlögu gegn atvinnulífinu í Eyjum með biblíuna að vopni. Af orðum sérans má nefnilega skilja að hann telji að endurskoða þurfi kerfið "með hag hinna dreifðu byggða í huga, þeirra byggða sem kirkjan vill þjóna". Það er eins og þessi ágætis maður átti sig ekki á að hér í Eyjum hefur fækkað um 10% á 17 árum þótt staða okkar í sjávarútvegi hafi styrkst. Það þarf því fyrirbænir um annað og meira en breytingar á kvótakerfinu.

Mín persónulega skoðun er sú að kirkjan eigi ekki að blanda sér efnislega eða tæknilega í umræðu um kvótakerfið eða önnur pólitísk málefni. Ég er kristinn maður og skráður í þjóðkirkjuna. Hingað til hef ég ekki séð eftir framlagi ríkisins fyrir mína hönd í það góða starf sem í þjóðkirkjunni er alla jafnan unnið. Þarna er hinsvegar einn af þjónum kirkjunnar að boða pólitísk og tæknileg afskipti af atvinnulífinu í Vestamannaeyjum og víðar. Það þykir mér vont. Nógu erfitt er að hafa þingmenn talandi út og suður til að skapa óvissu í atvinnugreininni. Þótt prestar fari nú ekki að bætast við.

Biblían er að mínu mati hafin langt yfir það að orð hennar og boðskapur séu túlkaður í pólitísku argaþrasi. Engu að síður velti ég því fyrir mér hvort séra Þórhallur hafi nýlega lesið Matteusarguðspjal þar sem m.a. segir:

"Svo er um himnaríki sem mann er ætlaði úr landi. Hann kallaði á þjóna sína og fól þeim eigur sínar. Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni. Síðan fór hann úr landi. Sá sem fékk fimm talentur fór þegar, ávaxtaði þær og græddi aðrar fimm. Eins gerði sá er tvær fékk. Hann græddi aðrar tvær. En sá sem fékk eina fór og gróf fé húsbónda síns í jörð og faldi það. Löngu síðar kom húsbóndi þessara þjóna og lét þá gera skil. Sá með fimm talenturnar gekk þá fram, færði honum aðrar fimm og sagði: Herra, fimm talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar fimm. Húsbóndi hans sagði við hann: Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns. Þá gekk fram sá með tvær talenturnar og mælti: Herra, tvær talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar tvær. Og húsbóndi hans sagði við hann: Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns. Loks kom sá er fékk eina talentu og sagði: Herra, ég vissi að þú ert maður harður sem uppsker þar sem þú sáðir ekki og safnar þar sem þú stráðir ekki. Ég var hræddur og fól talentu þína í jörð. Hér hefur þú þitt. Og húsbóndi hans sagði við hann: Illi og lati þjónn, þú vissir að ég uppsker þar sem ég sáði ekki og safna þar sem ég stráði ekki. Þú áttir því að leggja fé mitt í banka. Þá hefði ég fengið það með vöxtum þegar ég kom heim. Takið af honum talentuna og fáið þeim sem hefur tíu talenturnar. Því að hverjum sem hefur mun gefið verða og hann mun hafa gnægð en frá þeim sem eigi hefur mun tekið verða, jafnvel það sem hann hefur. Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna."

Hver skildi afstaða sóknarnefndar í Vestmannaeyjum og sóknarprestana hér vera?

http://ellidiv.blog.is/blog/ellidiv/ 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).