Stefna eða stefnuleysi í atvinnumálum

11.Febrúar'08 | 06:42

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Á spjallborði eyjar.net er að finna pistil frá einum af notendum síðunnar sem kallar sig Landkrabbi. Í pistlinum skrifar hann um stefnu eða stefnuleysi Vestmannaeyjabæjar í atvinnumálum.

Í skrifum sínum segir Landkrabbi m.a.:
"Ég hef undrað mig þó nokkuð yfir stefnu Vestmannaeyjabæjar í atvinnumálum að undanförnu. Bæjarstjórnin leggur alla áherslu á að fá opinber störf til eyja. En ég efast að þetta viðhorf, "að skapa störf", snúi ekki við þeirri fólksfækkun sem hefur verið stanslaus s.l. 10 ár. Þetta viðhorf að skapa bara störf enn ekki að skapa arðbær fyrirtæki, leiðir til þess að ofuráhersla er lögð á störf sem auðvitað veita einhverjum vinnu, en skapa ekki vöxt sem kallar á fleiri starfsmenn. Slíkt er algengt með opinber störf. Það má kannski segja að þetta sé hálfgerð stefnuleysa að bæjarstjórn skuli ekki hugsa um að fá arðbær fyrirtæki til bæjarins."

Einnig skrifar Landkrabbi:
"Ég held að bæjarstjórnin eigi að leggja meiri áherslu á að fá til eyja arðsöm fyrirtæki sem skapa arð og störf, en ekki opinber störf sem síðan eru skorin niður þegar ríki eða sveitarfélög dettur í hug að spara rekstrarkostnað, en getur ekki aflað aukinna tekna á móti."

Hægt er að lesa skrif hans hér

Taktu þátt í spjallinu á eyjar.net og segðu okkur þína skoðun á þessu máli sem og öðrum málefnum í okkar samfélagi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-