Haukar unnu góðan sigur á ÍBV 32-28 á heimavelli í N1 deild karla.

11.Febrúar'08 | 06:09

Siggi Braga

ÍBV byrjaði betur í leiknum og komst m.a. í 1-4 en þá var sem Haukar vöknuðu loks til lífsins og náðu fljótlega yfirhöndinni og leiddu 15-10 í hálfleik.

Haukar byrjuðu betur í seinni hálfleik og náðu mest sjö marka forystu en Eyjamenn voru ákvenir í að gefa Haukum ekkert í þessum leik og náðu að hleypa Haukum aldrei of langt frá sér og varð niðurstaðan sú að Haukar unnu fjögra marka sigur 32-28 eins og áður sagði.

Haukar virkuðu kæruleysir í þessum leik og´vantaði allan neista og grimmd í þeirra leik.  Bestir í liði Hauka voru "Eyjamennirnir" Gísli Guðmundsson markvörður og línumaðurinn Kári Kristjánsson.

Eyjamenn áttu góðan dag í dag og sýndu það að þeir geta vel unnið leiki í deildinni er þeir mæta með rétta hugarfarið í leiki og halda einbeitingu út allan leikinn eins og þeir gerðu nú.  Sigurður Bragason var yfirburðamaður í liði ÍBV og hélt sóknarleiknum algjörlega á floti. 

Markaskorarar Hauka voru:

Kári Kristjánsson 7, Andri Stefan 5, Jón Karl Björnsson 5, Elías Már Halldórsson 3, Sigurbergur Sveinsson 3, Gísli Þórisson 3, Freyr Brynjarsson 2, Arnar Pétursson 2 og Gunnar Berg Viktorsson 2.

Gísli Guðmundsson varði 22 skot og Aron Rafn Eðvarsson varði 1 skot.

Markaskorarar ÍBV voru:

Sigurður Bragason 14, Sergey Trotsenko 6, Zilvinas Grieze 3, Leifur Jóhannesson 2, Nikolaj Kulikov 2 og Brynjar Karl Óskarsson 1.

Kolbeinn Árnason varði 11 skot.

Áhorfendur voru í kringum 100.

Dómarar voru þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson.

Eftirlitsmaður var Guðjón L. Sigurðsson.

www.handbolti.is greindi frá

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).