Hagnaður hjá Vinnslustöðinni

7.Febrúar'08 | 21:31

VSV vinnslustöðin

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar nam 636 milljónum króna á síðasta rekstarári en var 207 milljónir króna árið á undan.  Heildartekjur félagsins voru 5618 milljónir króna og drógust saman um 175 milljónir króna frá fyrra ári.

Á fjórða ársfjórðungi var 444 milljóna króna tap af rekstrinum og segir félagið að það skýrist að mestu leyti af gengistapi fjórðungsins og aukafyrningum húseigna vegna niðurrifs. Hagnaður var á rekstri félagsins á sama tímabili árið á undan að fjárhæð 144 milljónir króna.

Félagið segir rekstrarhorfur á yfirstandandi rekstrarári   óvissar eins og nokkur undanfarin ár. Upphafskvóti í loðnu sé lítill og loðnuleit hafi gengið illa. Þá hafi aflaheimildir í þorski verið skornar umtalsvert niður á yfirstandandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir verðlækkun einstakra mikilvægra afurðaflokka Vinnslustöðvarinnar sé fiskverð á erlendum mörkuðum enn hátt þegar litið sé til sögunnar. Þá hafi lækkandi gengi krónunnar jákvæð áhrif á rekstrarhorfur félagsins.

Stjórn og hluthafafundur Vinnslustöðvarinnar hf. hafa óskað eftir því við OMX Nordic Exchange að afskrá félagið úr kauphöll. Stjórn félagsins hefur borist svar við beiðninni og verður Vinnslustöðin hf. ekki afskráð úr kauphöll fyrr en 14. nóvember.

Tilkynning Vinnslustöðvarinnar

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%