Ofbeldismaður fékk skilorð vegna seinagangs

6.Febrúar'08 | 11:37

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Rúmlega þrítugur Vestmanneyingur var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á, kýlt og bitið mann í samkvæmi í Vestmannaeyjum vorið 2006.

Maðurinn játaði sök að mestu leyti en kannaðist þó ekki við að hafa bitið neinn.

Hann hefur í þrígang síðustu tíu ár verið dæmdur fyrir líkamsárásir en var engu að síður aðeins dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Í dómsorði kemur fram að það hafi verið gert þar sem dráttur hafi orðið á því að gefa út ákæru í málinu.

Árásin var framin 1. apríl 2006 en rannsókn málsins virðist hafa lokið í júnímánuði sama ár. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en 9 mánuðum síðar.

Ofbeldismanninum var þar að auki gert að greiða fórnarlambi sínu 182 þúsund krónur í skaðabætur og 49 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is