Fréttatilkynning frá Ísfélagi Vestmannaeyja

6.Febrúar'08 | 06:00
Ísfélag Vestmannaeyja hf samdi sl. haust við skipasmíðastöðina ASMAR í Talcahuano í Chile um smíðarétt á öðru uppsjávarskipi. Félagið hefur ákveðið að nýta sér þennan rétt og undirritaði smíðasamning fyrir skemmstu.

Samningurinn kveður á um að ASMAR annist smíði á nýju og fullkomnu uppsjávarskipi fyrir Ísfélagið sem verður afhent á fyrri hluta árs 2011. Skipið er hannað og teiknað af Rolls Royce í Noregi.  Er þetta sambærilegur smíðasamningur og gerður var hér í Eyjum 1. nóvember 2007 milli Ísfélagsins og Asmar um smíði á samskonar uppsjárvarskipi.


Skipið verður 71,1 metri að lengd og 14,40 metrar að breidd. Burðargeta þess verður rúmlega 2,000 tonn í 10 tönkum útbúnum öflugri RSW kælingu. Skipið verður útbúið til nóta- og flottrollsveiða og aðalvélin af gerðinni Bergen Díesel,  4.500 kw eða 6.120 hestöfl.

Með smíði þessa skips stígur Ísfélag Vestmanneyja hf. enn stærra skref í endurnýjun á uppsjávarflota félagsins og fylgir eftir þeirri stefnu félagsins að gera út færri en öflugri uppsjávarskip sem eru vel útbúin til að koma með gott hráefni til frystingar og/eða í bræðslur félagsins.  Í dag gerir Ísfélagið út tvö uppsjávarfrystiskip auk þriggja skipa til uppsjávarveiða.

Þessi nýsmíði Ísfélags Vestmannaeyja hf er sjöunda skipið sem Asmar smíðar fyrir íslenska aðila. Uppsjávarskipin Ingunn AK, Hákon ÞH og Huginn VE voru smíðuð hjá Asmar og hafa öll reynst vel. Auk þessara skipa var hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE smíðað í stöðinni og nýlega hófst smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna. Ísfélag Vestmannaeyja hf væntir mikils af samstarfi sínu við Asmar enda reynsla Íslendinga af skipum stöðvarinnar góð.

Milligöngu um gerð smíðasamnings og smíðalýsingar hafði umboðsmaður Asmar á Íslandi, BP skip hf - Björgvin Ólafsson og Héðinn hf, umboðsaðili  fyrir Rolls Royes á Íslandi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.