Reyndi ítrekað að lokka börn upp í bíl

2.Febrúar'08 | 10:19

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur haft afskipti af manni sem gerði að minnsta kosti fjórar tilraunir nýverið til þess að lokka ung börn upp í bíl til sín.

Fyrsta atvikið átti sér stað um miðjan janúar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Síðari tilraunirnar þrjár gerði maðurinn svo á hálfs mánaðar tímabili eftir það. Hann lónaði í nágrenni við grunnskólana á staðnum á bíl sínum og bauð börnum sem hann komst í tæri við að skutla þeim eitthvert eða að gefa þeim sælgæti. Ekkert barnanna, sem voru í kringum tíu ára aldurinn, beit á agnið. Öll tilvikin áttu sér stað um seinni part dags, eftir að dimmt var orðið.

Málið komst upp þegar börnin sögðu foreldrum sínum frá manninum og gylliboðum hans. Foreldrarnir leituðu samstundis til lögreglu og tilkynntu um tilvikin. Ein stúlknanna, sem maðurinn reyndi að nálgast, náði hluta af bílnúmeri hans og með þær upplýsingar í farteskinu reyndist lögreglu eftirleikurinn auðveldur.

Maðurinn játaði sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, en gat harla litlar skýringar gefið á athæfi sínu. Ekki er vitað til þess að hann hafi orðið uppvís að athæfi af þessu tagi áður en þetta gerðist við grunnskólana.
Tryggvi Kr. Ólafsson, fulltrúi lögreglunnar í Vestmannaeyjum, vildi lítið tjá sig um málið sem slíkt. Hann bendir hins vegar á mikilvægi þess að útivistarreglur barna séu virtar.

„Oft á tíðum hafa þessir menn verið á ferðinni á kvöldin og því viljum við ítreka að foreldrar sjái til þess að farið sé eftir gildandi útivistarreglum," segir hann.

„Við undirstrikum við börn og foreldra á haustin að fara eftir útivistarreglunum, svo að allir séu samstiga," segir Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri í Vestmannaeyjum. „Þá hefur lögreglan komið og spjallað við börnin um útivistarmálin sem og önnur öryggismál."

Fanney segir það mikilvægt að börn séu meðvituð um tiltekin atriði eins og að fara ekki upp í bíl eða í heimsóknir til fólks sem þau hvorki þekkja né treysta. Í þessum tilvikum sem að ofan greinir hafi þau farið hárrétt að og látið vita um tilraunir mannsins.„Í tengslum við þetta var rætt á almennum nótum við börnin í yngri bekkjunum."

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%