Mátti ekki sýna mynd um eldgosið

31.Janúar'08 | 15:42

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Eigandi veitingastaðarins Kaffi Kró í Vestmannaeyjum var í dag sýknaður í héraðsdómi af því að hafa sýnt tvær heimildarmyndir um gosið í Vestmannaeyjum.

Eigandanum var gert að sök að hafa í nokkur skipti sýnt hópi erlendra stúdenta og fleiri kvikmynd Hreiðars Marteinssonar, „Uppbyggingin - Eldgosið í Heimaey". Einnig fyrir að sýna myndina „The Heimaey eruption, Iceland 1973" eftir Alan V. Morgan á Kaffi Kró ári síðar.

Eigandinn viðurkenndi að hafa sýnt myndirnar án leyfis en hann reyndi meðal annars að fá leyfi hjá höfundi fyrri myndarinnar en fékk ekki.

Dómnum þótti ljóst að eigandinn hefði ekki mátt sýna myndirnar en þó hafi of langur tími liðið á milli þess að brotið var framið og honum var birt ákæra, en það gerðist þremur árum síðar.

Því var hann sýknaður en allur málskostnaður og þar með málsvarnarlaun verjanda greiðast úr ríkissjóð.

 

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.