Áfram tvö tjaldstæði Í Vestmannaeyjum

31.Janúar'08 | 07:16

ráðhús ráðhúsið

Á fundi Menningar- og tómstundaráðs þann 28.janúar síðastliðinn var ákveðið að reka áfram tvö tjaldstæði í Vestmannaeyjum. Á síðasta ári var nýtt tjaldsvæði tekið í notkun við Þórsheimilið auk þess sem tjaldsvæðið í Herjólfsdal var opið.

Samkvæmt fundargerð Menningar- og tómstundaráðs voru bæði tjaldstæðin vel nýtt og því ákveðið að reka þau bæði áfram næsta sumar.  Skátafélagið Faxi hefur séð um rekstur tjaldsvæðanna í samstarfi við Vestmannaeyjabæ en skriflegur samningur hefur ekki verið gerður. Ferðamálafulltrúa var falið að ganga frá samningi við skátafélagið um rekstur tjaldsvæðanna og leggja fyrir næsta fund Menningar -og tómstundaráðs.

Á fundinum var tekin fyrir ósk Fimleikafélagsins Ránar um að gamla sal Íþróttahússins yrði breytt í fimleikahús sem yrði í umsjá fimleikafélagsins. Ráðið gat ekki orðið við erindinu en hefur áhuga á að koma til móts við Fimleikafélagið Rán með aðstöðu.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.