Bingi búinn ..?

30.Janúar'08 | 15:12

Helgi Ólafs

Þetta eru skemmtilegir dagar fyrir menn eins og mig, sem hafa brennandi áhuga á pólitík. Nóg um að vera, og allir sem maður hittir tilbúnir til þess að spjalla um mitt helsta áhugamál, pólitíkina.
Nýjasta málið sem allt snýst um í dag er brotthvarf Binga úr borgarpólitíkinni. Nú þegar Framsóknarmenn eru búnir að missa sætið sitt við kjötkatla borgarinnar, þar sem þeir hafa setið stanslaust í um 14 ár, þrátt fyrir þá staðreynd að Framsóknarmenn virðist jafn vandfundnir í borginni og hvítir hrafnar, stingur Bingi sér til sunds og ákveður að yfirgefa sökkvandi Framsóknar prammann.
Þetta er náttúrulega snilldar vefur sem spunameistarinn Bingi spinnur núna. Hann er auðvitað orðinn með öllu valdalaus, kominn í minnihluta í borginni. Þess vegna er hann ekki að fórna neinu með að hverfa frá pólitík núna. En hinsvegar fær hann tækifæri til þess að leika hetjuna eða fórnarlambið (eftir því hvernig á það er litið) með því að neyðast til þess að axla "pólitíska ábyrgð" á því að öfundsjúkur vondur fyrrverandi þingmaður úti í bæ sýni fram á að hann hafi verslað sér fataleppa á kostnað flokksins. Sem er náttúrlega ekkert nema eðlilegt í augum Binga.
Bingi nær þess vegna að spila sig sem góða gæjann sem neyðist til þess að gefa eftir valdaleysið í borginni, til að aðstoða fólk við að gleyma fatakaupum sínum og kaupréttindum kosningastjóra ásamt öðru smotteríi. Svo kemur hann aftur tvíefldur, gúddígæinn, í landspólitíkina eftir þrjú ár.
Og hver veit nema hann þekkist þá boðið frá félaga sínum Össuri og enduruppgötvi sig sem Krata.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is