Bæjarráð bendir á að Herjólfur sé þjóðvegur og því beri að haga gjaldtöku og þjónustu í samræmi við það

30.Janúar'08 | 07:54

ráðhús ráðhúsið

Á fundi bæjarráðs í gær þriðjudag var tekið fyrir bréf frá Alþingi þar sem óskar var eftir umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið að öðru leiti en því að minnst er á mikilvægi þess að ákvæði laga um samgöngur séu skýr.

Í ályktun bæjarráðs segir m.a:

Vestmannaeyjabær hefur áður bent á að Herjólfur sé þjóðvegur og haga beri gjaldtöku og þjónustu í samræmi við það. Samgönguráðuneytið hefur hinsvegar tekið fram að engin ákvæði vegalaga eða annarra laga skyldi ríkið eða Vegagerðina til að halda uppi ferjusamgöngum við Vestmannaeyjar. Túlkun samgönguráðuneytisins er því að ríkið geti samkvæmt gildandi lögum ákveðið að hætta alfarið eða dregið mjög úr þátttöku í ferjusamgöngum til Vestmannaeyja með því að gera breytingar á styrkjum til þeirra. Þessu hefur Vestmannaeyjabær mótmælt og er erindi þess eðlis til umfjöllunar hjá umboðsmanni Alþingis.

Á fundinum var einnig ákveðið að skipa starfshóp til að endurskoða lögreglusamþykktir fyrir Vestmannaeyjabæ. Hópinn skipa: Páley Borgþórsdóttir, Páll Scheving og Karl Gauti Hjaltason. Gert er ráð fyrir að hópurinn verði búinn að skila inn tillögum fyrir 1. maí n.k.

Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir á Safnahúsi Vestmannaeyja til að koma í veg fyrir leka. Bæjarráð samþykkti að farið verði í framkvæmdirnar og að framkvæmdin verði unnin og fjármögnuð af Fasteign hf og komi til hækkunar á leigu skv. Gildandi samningum.

 

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.