Ertu með snjalla viðskiptahugmund?

28.Janúar'08 | 10:41

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Átak til atvinnusköpunar veitir aðeins styrki til tvennskonar verkefna:
1. Verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
2. Verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins.

Best er að hægrismella á tengilinn og velja "SAVE TARGET AS" og vista á svæði í tölvu ykkar.
Umsóknareyðublaðið -  ef þú lendir í einhverjum vandræðum með að opna skjalið vinsamlegast hafðu þá samband við Impru og við aðstoðum þig.

Frekari upplýsingar í síma 522- 9000 eða 522-9267 eða á hb@nmi.is og atak@nmi.is 

Allar umsóknir skulu færðar á meðfylgjandi umsóknareyðublað. Þar skal eftirfarandi koma fram:
Nafn, kennitala, heimilisfang umsækjanda og samstarfsaðilar.
Heiti verkefnis.
Markmið verkefnisins.
Lýsing á verkefninu, greining á nýnæmi þess og áætlaður árangur (afurð).
Styrkir og önnur fyrirgreiðsla sem áður hefur verið veitt til verkefnisins (heiti styrktaraðila, ár og upphæð).
Kostnaðaráætlun og tímaáætlun fyrir verkefnið í heild og einstaka áfanga þess og yfirlit um fjármögnun, þ.m.t. hvort sótt er um fjármögnun frá öðrum.
Áætlanir um sölu eða markaðssetningu.
Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins.
Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn fylgi með þeim. Sé umbeðnum gögnum ekki skilað fyrir auglýstan umsóknarfrest, áskilur stjórn Átaks til atvinnusköpunar sér rétt til að hafna umsókn. Munið að það getur verið gott að fá aðra til að lesa yfir umsóknir af þessu tagi og koma með ábendingar.
Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga.

Mat umsókna
Umsóknir eru metnar af stjórn Átaks til atvinnusköpunar sem skipuð er af iðnaðarráðherra. Matið byggist eingöngu á þeim gögnum sem umsækjandi leggur fram og er þá miðað við eftirfarandi:

Eru markmið verkefnisins og vinnuferlar þess skýrir og skýrt leiðarljós að settu marki. Eru markmiðin glögg, raunhæf og skiljanleg? Getur sá sem ekkert veit um verkefnið gert sér skýra grein fyrir því hvað umsækjendur ætlast fyrir með því? Hvaða ávinningur er af verkefninu?
Felur verkefnið í sér nýjung sem getur verið atvinnuskapandi á Íslandi? Hver er sérstaða verkefnisins? Gerðu skýra grein fyrir því hvað er nýtt við verkefnið og með hvaða hætti það er atvinnuskapandi. Hverjir munu vinna við það?
Eru áætlanir um markaðssetningu og annan árangur líklegar til árangurs? Hefur umsækjandi greint markaðinn sem hann hyggst vinna á, gert áætlanir um markaðshlutdeild og gert raunhæfar áætlanir um innkomu sína á markaðinn. Notar hann leiðir til að koma sér á framfæri sem eru líklegar til árangurs?
Er kostnaðaráætlun trúverðug og er stuðningur Átaks til atvinnusköpunar líklegur til að skila árangri? Hefur umsækjandi safnað upplýsingum og gögnum sem nýtast honum við að gera raunhæfa kostnaðaráætlun? Getur verkefnið skilað arði? Hverju mun það skipta verkefnið að fá stuðning frá Átaki til atvinnusköpunar?
Að verkefnið hafi ekki fengið opinbera styrki sem eru yfir viðmiðum Evrópusambandsins (sjá nánar neðst á síðu).

Eftirfylgni
Allir sem fá styrk frá Átaki til atvinnusköpunar þurfa að skila áfangaskýrslu og lokaskýrslu til Impru. Styrkurinn er greiddur út eftir framvindu verkefnisins. Helmingur styrksins er greiddur samkvæmt framvísuðum reikningi frá styrkþega þegar áfangaskýrsla liggur fyrir og síðari helmingur á sama máta þegar lokaskýrslu hefur verið skilað til Impru. Í þessum skýrslum skulu m.a. vera upplýsingar um framvindu og árangur borið saman við þær áætlanir sem fylgdu umsókninni.

Ef áfangaskýrslu hefur ekki verið skilað innan sex mánaða eftir að styrkveiting liggur fyrir, fellur styrkur sjálfkrafa niður. Í áfangaskýrslu þarf að gera grein fyrir framgangi verkefnis.

Nánari leiðbeiningar

Iðnaðarráðuneytið getur gert sjálfstæða úttekt á þeim verkefnum sem það hefur stutt. Styrkþegar þurfa að gera grein fyrir verkefnum sínum, komi til slíkrar úttektar sem nær til verkefna þeirra.


Athugið:
Styrkþegar lýsa því yfir að þeir hafi ekki á umliðnum þremur árum, fengið styrki frá opinberum aðilum (skv. minniháttar reglunni "de minimis aid"), sem eru samtals hærri en 100.000 evrur að meðtöldum þeim styrk sem sótt er um. Við mat á því hvort framangreindu hámarki er náð, skal reikna styrkígildi aðstoðar, sem veitt er í öðru formi en beinum styrkjum (t.d. lán með hagstæðum kjörum) samkvæmt reglum Eftirlitsstofnunar EFTA. Í þessu sambandi eru þó undanskildir sérstakir styrkir sem aðili hefur fengið samkvæmt styrkjareglum sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur samþykkt (t.d. rannsóknastyrkir úr Vísindasjóði og Rannsóknasjóði og Vöruþróunar- og markaðsstyrkir Nýsköpunarsjóðs).

Frekari upplýsingar í síma 522- 9000 eða 522-9267

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is