Blómlegt starf og fjölmargt framundan

28.Janúar'08 | 21:37

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Félag um Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum heldur aðalfund sinn laugardaginn 2. febrúar nk. kl. 17 í Bókasafninu. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf en auk þess verður horft til framtíðar og næstu skref í starfi félagsins ákveðin.

Sem kunnugt er stóð félagið fyrir viðamikilli dagskrá sl. sumar  í tilefni af því að á árinu 2007 voru liðin 380  ár frá Tyrkjaráninu sem markaði djúp spor í sögu Vestmannaeyja.  Settar voru upp sýningar í tilefni atburðanna og síðast en ekki síst var haldin samfelld dagskrá í vikutíma um miðjan júlí þar sem boðið var  m.a. upp  á   fyrirlestra, hljómlist, sýningar af ýmsu tagi, göngur, leikþætti og veglega lokadagskrá á Skansinum. Dagskránni þar lauk með áhrifamikilli kertafleytingu. Mörg hundruð bæjarbúa og gesta tóku þátt í dagskránni sem sannarlega setti svip á bæjarlífið um miðjan júlí.

Næstu verkefni félagsins eru fjölmörg. Áfram verður haldið að leggja grunn að Tyrkjaránssetri sem standa á til framtíðar fyrir alla þá fjölmörgu sem áhuga hafa á sögu og menningu Vestmannaeyja.  Þá hefur verð ákveðið að halda  hér í Eyjum alþjóðlega ráðstefnu í tengslum við sögu Tyrkjaránsins. Reynt verður að fá til  hennar þátttakendur víða að úr heiminum til þess að gera hana sem áhugaverðasta og fjölbreyttasta. Er ekki að efa að slík ráðstefna getur átt sinn þátt í  að gera  ýmsum þáttum úr sögu Vestmannaeyja  betri skil  en hingað til hefur verið gert. Ýmislegt annað er á döfinni í starfsemi félagsins.

Fjölmargir aðilar hafa stutt við bakið á félaginu.  Styrkir  hafa  fengist víða að. Alþingi hefur veitt fjárstyrk til starfseminnar, svo og ýmsir sjóðir og stofnanir. Þá hafa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum sýnt félaginu velvild og stuðning. Öllum þessum aðilum kann félagið bestu þekkir.

Félag um Tyrkjaránssetur er öllum opið. Vestmannaeyingar og aðrir  eru hvattir til að ganga í félagið og efla þannig starfsemi þess. Þess vegna eru allir velkomnir á aðalfund félagsins  2. feb.nk. 
   
    
 
 

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).