Oddamaður veðurtepptur

25.Janúar'08 | 07:15

Sú staða sem komin er upp í borgarstjórn Reykjavíkur kom einnig upp í bæjarstjórn Vestmannaeyja á síðasta kjörtímabili. Þá voru Samfylking og Framsókn með eins manns meirihluta en eini fulltrúi framsóknarmanna naut ekki stuðnings annarra á listanum. Elliði Vignisson er fulltrúi sjálfstæðismanna og bæjarstjóri.

 

Hvernig gekk samstarfið hjá meirihlutanum?
Til að byrja með gekk þetta vel en þegar á leið fór að halla undan fæti. Svo kom þó að það slitnaði upp úr þessu þó að ágæt sátt væri um málefnin. Hins vegar voru persónuleg mál erfiðari og það varð þeim að falli.

Komst varamaðurinn einhvern tímann inn?
Það kom upp sú staða að fulltrúi framsóknarmanna varð veðurtepptur uppi á landi og þá var bæjarstjórnarfundi frestað með stuttum fyrirvara. Við sendum málið til félagsmálaráðuneytisins því lögin kveða skýrt á um það að í slíkum aðstæðum tekur varamaðurinn sætið. Álit félagsmálaráðuneytisins var þó á annan veg.

Hefðuð þið reynt að fá varamann til að fella meirihlutann?
Nei, við litum aldrei svo á málin. Menn mega ekki gleyma því að embættin sem menn fara með eru mikilvægari en einstaklingarnir sem gegna þeim og það ber að gegna embættinu með það hugfast.

Hefur þú einhverjar ráðleggingar fyrir Reykvíkinga?
Ég hef heyrt menn segja að þetta sé í eina skiptið sem þeir ættu ekki að taka Eyjamenn sér til fyrirmyndar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is